De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. ágúst 2024 21:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Bræður sáu um Þrótt
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍR 1 - 0 Þróttur R.
1-0 Róbert Elís Hlynsson ('20 )
Lestu um leikinn


ÍR fór með sigur af hólmi þegar liðið fékk Þrótt í heimsókn Lengjudeildinni í kvöld.

Það voru bræðurnir Róbert Elís og Óliver Elís Hlynssynir sem komu að sigurmarki ÍR. Óliver átti langt innkast inn á teiginn á kollinn á Róberti sem skoraði, hans fyrsta deildarmark fyrir félagið.

Innköst Ólivers voru að skapa mikil vandræði en fleiri mörk litu ekki dagsins ljós.

ÍR er komið í 4. sæti í bili að minnsta kosti en Þróttur tapaði eftir að hafa spilað sex leiki í röð án taps.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner