Gary O'Neil hefur framlengt samning sinn við Wolves til næstu fjögurra ára.
Þessi 41 árs gamli stjóri tók við Úlfunum af Julen Lopetegui, núverandi stjóra West Ham, rétt fyrir síðasta tímabil en Lopetegui hætti þar sem hann taldi stjórn félagsins ekki styðja nógu vel við bakið á sér á leikmannamarkaðinum.
O'Neil skrifaði þá undir þriggja ára samning.
Þrátt fyrir að liðið hafi ekki styrkt sig mikið stýrði O'Neil liðinu í 14. sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
? One year done
— Wolves (@Wolves) August 9, 2024
?? Four more to come pic.twitter.com/phfdvuBKu5
Athugasemdir