Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 09. september 2019 19:08
Ívan Guðjón Baldursson
U21: Strákarnir völtuðu yfir Armeníu
Armenar sáu ekki til sólar.
Armenar sáu ekki til sólar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyþór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Eyþór Árnason
Ísland U21 6 - 1 Armenía U21
1-0 Willum Þór Willumsson ('30)
2-0 Ísak Óli Ólafsson ('35)
3-0 Jón Dagur Þorsteinsson ('41)
3-1 Karen Melkonyan ('60)
4-1 Jónatan Ingi Jónsson ('73)
5-1 Ari Leifsson ('74)
6-1 Brynjólfur Darri Willumsson ('80)
Rautt spjald: German Kurbashyan, Armenía U21 ('71)

Nánar um leikinn

Íslenska U21 landsliðið gjörsamlega valtaði yfir Armeníu í undankeppni EM 2021 rétt í þessu.

Bæði lið fengu færi í upphafi leiks og leit fyrsta markið dagsins ljós á 30. mínútu. Willum Þór Willumsson skoraði þá eftir glæsilega fyrirgjöf frá Mikael Neville Andersson.

Ísak Óli Ólafsson tvöfaldaði forystuna skömmu síðar eftir langt innkast. Sveinn Aron Guðjohnsen átti stoðsendinguna. Flóðgáttirnar voru galopnar og setti Jón Dagur Þorsteinsson þriðja markið fyrir leikhlé.

Gestirnir frá Armeníu minnkuðu muninn á 60. mínútu. Karen Melkonyan skoraði þá úr þröngu færi og hægt að setja spurningarmerki við Patrik Gunnarsson í markinu.

German Kurbashyan fékk rautt spjald á 71. mínútu og skömmu síðar gerðu Strákarnir okkar út um viðureignina.

Jónatan Ingi Jónsson kom inn af bekknum og skoraði strax. Mínútu síðar lagði hann svo upp fyrir Ara Leifsson með góðri hornspyrnu. Brynjólfur Darri Willumsson skoraði svo síðasta markið á 80. mínútu og lokatölur 6-1.

Ísland er með sex stig eftir fyrstu leikina í undankeppninni. 3-0 sigur gegn Lúxemborg í fyrstu umferð. Írland deilir toppsætinu með Íslandi.

Ítalía og Svíþjóð eru einnig í riðlinum og eiga þau bæði eftir að spila sína fyrstu leiki. Strákarnir eru núna búnir að spila við auðveldustu andstæðingana á heimavelli en næsti leikur er í Svíþjóð í október.

Myndaveisla frá leiknum í kvöld:
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner