Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   lau 09. september 2023 19:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Extravellinum
Neðstar 2020 en efstar núna - „Bjuggust ekki margir við þessum árangri af okkur"
Kvenaboltinn
Lovísa Guðrún Einarsdóttir, fyrirliði ÍR.
Lovísa Guðrún Einarsdóttir, fyrirliði ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ótrúlega gaman, við erum búnar að vinna hart að þessu allt tímabilið. Það hefði verið gaman að fá bikarinn á heimavelli en við tökum þessu alveg," sagði Lovísa Guðrún Einarsdóttir, fyrirliði ÍR, eftir 1-3 sigur gegn Fjölni í 2. deild kvenna í dag.

Fyrir leikinn hafði ÍR tryggt sér sigur í deildinni en þær tóku á móti bikarnum eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍR

„Við vorum staðráðnar í því að taka ekki á móti bikarnum eftir tapleik," sagði Lovísa jafnframt.

„Ég hef aldrei séð þessa deild svona jafna, ótrúlega flott lið og góðir leikmenn í þessari deild. Það er mikil uppbygging. Það bjuggust ekki margir við þessum árangri af okkur. Ég held að okkur hafi verið spáð fjórða sæti. Við ætluðum að troða sokkum í fólk."

Hver var lykillinn að þessum árangri?

„Það var liðsheildin og að spila almennilegan fótbolta, ekki bara eitthvað 'kick and run'."

Lovísa spilaði með ÍR sumarið 2020 þegar þær urðu neðstar í 2. deild en núna eru þær á leið upp. „Þetta er geggjaður kjarni sem hefur verið hérna síðustu árin og svo hafa leikmenn bæst við ofan á það. Maður kemst ekki neðar en á botninn og það er geggjað að komast upp núna fjórum árum seinna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner