Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   lau 09. september 2023 19:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Extravellinum
Neðstar 2020 en efstar núna - „Bjuggust ekki margir við þessum árangri af okkur"
Kvenaboltinn
Lovísa Guðrún Einarsdóttir, fyrirliði ÍR.
Lovísa Guðrún Einarsdóttir, fyrirliði ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ótrúlega gaman, við erum búnar að vinna hart að þessu allt tímabilið. Það hefði verið gaman að fá bikarinn á heimavelli en við tökum þessu alveg," sagði Lovísa Guðrún Einarsdóttir, fyrirliði ÍR, eftir 1-3 sigur gegn Fjölni í 2. deild kvenna í dag.

Fyrir leikinn hafði ÍR tryggt sér sigur í deildinni en þær tóku á móti bikarnum eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍR

„Við vorum staðráðnar í því að taka ekki á móti bikarnum eftir tapleik," sagði Lovísa jafnframt.

„Ég hef aldrei séð þessa deild svona jafna, ótrúlega flott lið og góðir leikmenn í þessari deild. Það er mikil uppbygging. Það bjuggust ekki margir við þessum árangri af okkur. Ég held að okkur hafi verið spáð fjórða sæti. Við ætluðum að troða sokkum í fólk."

Hver var lykillinn að þessum árangri?

„Það var liðsheildin og að spila almennilegan fótbolta, ekki bara eitthvað 'kick and run'."

Lovísa spilaði með ÍR sumarið 2020 þegar þær urðu neðstar í 2. deild en núna eru þær á leið upp. „Þetta er geggjaður kjarni sem hefur verið hérna síðustu árin og svo hafa leikmenn bæst við ofan á það. Maður kemst ekki neðar en á botninn og það er geggjað að komast upp núna fjórum árum seinna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner