Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
Ólafur Kristófer: Betra þegar það er minna að gera hjá mér
Gunnar Heiðar: Fannst við aldrei vera minna liðið
Árni Freyr: Óli varði víti svo við sættum okkur við stigið
„Verðum að taka þetta með okkur á koddann og koma graðir í næsta leik"
Gunnar Már: Sama hvað maður segir er ekki hlustað á mann
Hemmi: Við verðum þar, það er morgunljóst
„Þurfum að hætta því að kveikja ekki á okkur í byrjun"
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
   mið 09. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Icelandair
Logi Tómasson, bakvörður Íslands.
Logi Tómasson, bakvörður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að vera á Íslandi og líka til að geta hitt vini og fjölskyldu inn á milli," sagði Logi Tómasson, bakvörður Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

„Við eigum séns á móti báðum þessum liðum. Við þurfum að nýta það að vera hérna heima í kuldanum. Mér finnst það geggjað að fá tvo heimaleiki. Það getur gefið okkur mikið að fá úrslit í báðum leikjum."

Íslenska liðið spilaði við Tyrklandi í um 30 stiga hita fyrir mánuði síðan. Það verður öðruvísi fyrir þá að koma hingað.

„Þeir eru ekki vanir þessum núll gráðum. Við þurfum að nýta okkur það, vera þéttir og refsa þessum gæjum."

Logi, sem er vinstri bakvörður Stromsgodset í Noregi, lék sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu í síðasta mánuði - í sigri gegn Svartfjallalandi. Hann er mjög stoltur að vera hluti af íslenska landsliðinu.

„Það er langt síðan ég hef verið svona stressaður fyrir leik en það var gott að finna þessa tilfinningu aftur, hvað þetta skiptir mann miklu máli."

Logi hefur núna verið atvinnumaður í meira en ár og segist hann kunna vel við lífið eins og það er. Utan fótboltans er hann duglegur við að búa til tónlist en hann gaf nýverið út lag með föður sínum.

„Ég gat út lag um daginn og síðan er eitthvað meira á leiðinni. Ég reyni bara að gefa út og svo leyfi ég fólki að hlusta. Fólk sem vill hlusta, það hlustar. Mér finnst gaman að gera tónlist og ég mun ekki hætta því. Ég hef mikinn frítíma utan fótboltans og þetta gerir mjög mikið fyrir minn haus. Þetta er mitt áhugamál. Ég er alltaf á milljón. Ég elska að fara í golf líka, sund og alls konar hluti. Það er nóg að gera og ég kvarta ekki," sagði Logi en lagið má hlusta á hér að neðan.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner