Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   mið 09. október 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landsliðið er enn í möguleika á að komast á lokamót.
U21 landsliðið er enn í möguleika á að komast á lokamót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessir leikir leggjast mjög vel í mig. Við erum búnir að undirbúa okkur vel í vikunni og erum klárir fyrir morgundaginn," sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar U21 landsliðið við Litháen í mikilvægum leik í undankeppni EM. Ef liðið vinnur Litháa, þá búa strákarnir til úrslitaleik við Danmörku um mögulegt sæti í lokakeppni EM.

„Þetta verður hörkuleikur á móti Litháum. Þeir eru með mjög þétt og gott lið. Það er eiginlega ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum. Þeir hafa verið inn í öllum leikjunum og eru með mjög öflugt lið."

„Við erum þar að við þurfum að hafa fyrir hverju stigi og við þurfum að eiga mjög góðan leik ef við ætlum að fá eitthvað úr þessu."

Ólafur Ingi er á leið inn í sitt annað verkefni með U21 en í fyrsta glugganum lagði liðið Danmörku og tapaði gegn Wales. Hann segist hafa lært mikið af fyrsta glugganum og liðið hafi líka gert það.

Hann segir jafnframt að það sé alltaf erfitt að velja hópinn þar sem samkeppnin er mikil.

„Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um leikinn á morgun. Við þurfum að eiga góðan leik til að fá sigur. Eins klisjulegt og það er, þá er það bara næsti leikur. Við þurfum að vinna leikinn á morgun og við þurfum að gera það á okkar hátt," segir Ólafur Ingi en það er frábært fyrir þessa ungu leikmenn að fá svona stóra leiki.

„Ekki spurning, þetta er náttúrulega bara frábært. Líklega hefði maður tekið þessa stöðu fyrir mót, að við ættum enn möguleika þegar tveir leikir væru eftir. Þetta er það sem við viljum, að strákarnir spili undir pressu og að leikirnir skipti máli."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir