Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
   mið 09. október 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landsliðið er enn í möguleika á að komast á lokamót.
U21 landsliðið er enn í möguleika á að komast á lokamót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessir leikir leggjast mjög vel í mig. Við erum búnir að undirbúa okkur vel í vikunni og erum klárir fyrir morgundaginn," sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar U21 landsliðið við Litháen í mikilvægum leik í undankeppni EM. Ef liðið vinnur Litháa, þá búa strákarnir til úrslitaleik við Danmörku um mögulegt sæti í lokakeppni EM.

„Þetta verður hörkuleikur á móti Litháum. Þeir eru með mjög þétt og gott lið. Það er eiginlega ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum. Þeir hafa verið inn í öllum leikjunum og eru með mjög öflugt lið."

„Við erum þar að við þurfum að hafa fyrir hverju stigi og við þurfum að eiga mjög góðan leik ef við ætlum að fá eitthvað úr þessu."

Ólafur Ingi er á leið inn í sitt annað verkefni með U21 en í fyrsta glugganum lagði liðið Danmörku og tapaði gegn Wales. Hann segist hafa lært mikið af fyrsta glugganum og liðið hafi líka gert það.

Hann segir jafnframt að það sé alltaf erfitt að velja hópinn þar sem samkeppnin er mikil.

„Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um leikinn á morgun. Við þurfum að eiga góðan leik til að fá sigur. Eins klisjulegt og það er, þá er það bara næsti leikur. Við þurfum að vinna leikinn á morgun og við þurfum að gera það á okkar hátt," segir Ólafur Ingi en það er frábært fyrir þessa ungu leikmenn að fá svona stóra leiki.

„Ekki spurning, þetta er náttúrulega bara frábært. Líklega hefði maður tekið þessa stöðu fyrir mót, að við ættum enn möguleika þegar tveir leikir væru eftir. Þetta er það sem við viljum, að strákarnir spili undir pressu og að leikirnir skipti máli."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner