Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 09. október 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landsliðið er enn í möguleika á að komast á lokamót.
U21 landsliðið er enn í möguleika á að komast á lokamót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessir leikir leggjast mjög vel í mig. Við erum búnir að undirbúa okkur vel í vikunni og erum klárir fyrir morgundaginn," sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar U21 landsliðið við Litháen í mikilvægum leik í undankeppni EM. Ef liðið vinnur Litháa, þá búa strákarnir til úrslitaleik við Danmörku um mögulegt sæti í lokakeppni EM.

„Þetta verður hörkuleikur á móti Litháum. Þeir eru með mjög þétt og gott lið. Það er eiginlega ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum. Þeir hafa verið inn í öllum leikjunum og eru með mjög öflugt lið."

„Við erum þar að við þurfum að hafa fyrir hverju stigi og við þurfum að eiga mjög góðan leik ef við ætlum að fá eitthvað úr þessu."

Ólafur Ingi er á leið inn í sitt annað verkefni með U21 en í fyrsta glugganum lagði liðið Danmörku og tapaði gegn Wales. Hann segist hafa lært mikið af fyrsta glugganum og liðið hafi líka gert það.

Hann segir jafnframt að það sé alltaf erfitt að velja hópinn þar sem samkeppnin er mikil.

„Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um leikinn á morgun. Við þurfum að eiga góðan leik til að fá sigur. Eins klisjulegt og það er, þá er það bara næsti leikur. Við þurfum að vinna leikinn á morgun og við þurfum að gera það á okkar hátt," segir Ólafur Ingi en það er frábært fyrir þessa ungu leikmenn að fá svona stóra leiki.

„Ekki spurning, þetta er náttúrulega bara frábært. Líklega hefði maður tekið þessa stöðu fyrir mót, að við ættum enn möguleika þegar tveir leikir væru eftir. Þetta er það sem við viljum, að strákarnir spili undir pressu og að leikirnir skipti máli."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner