Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
   mið 09. október 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Icelandair
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir er alltaf hress.
Valgeir er alltaf hress.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru spennandi tveir leikir framundan og það er ekkert annað í boði en að ná í sex stig," sagði Valgeir Valgeirsson, leikmaður U21 landsliðsins við Fótbolta.net í dag.

„Það er gaman að hitta strákana enn og aftur, og þetta verða tveir skemmtilegir leikir."

Framundan eru tveir síðustu leikir U21 í riðlinum í undankeppni Evrópumótsins. Strákarnir mæta Litháen á morgun og þeir geta búið til úrslitaleik gegn Danmörku með sigri þar.

„Markmiðið hjá okkur strákunum er að þetta verði ekki seinustu tveir leikirnir hjá okkur saman. Við ætlum að ná því. Við ætlum okkur að vinna þessa tvo leiki og komast á EM. Það er ekkert annað í boði," segir Valgeir.

„Það getur allt gerst í þessum riðli. Það eru fjögur lið enn að berjast um þetta. Það er undir okkur komið að gera vel í þessum leikjum. Ef við náum þessum sex stigum, þá býst ég við að við förum áfram."

Er í stóru hlutverki úti
Valgeir hefur spilað stórt hlutverk fyrir Örebro í sænsku B-deildinni á yfirstandandi tímabili. Það hefur hins vegar ekki gengið vel hjá liðinu og er það í fallbaráttu.

„Ég er að spila allar mínútur og að byrja alla leiki. Persónulega gengur mér vel en liðinu gengur ekki jafnvel. Mér líður vel úti en er á síðasta samningsári og það verður spennandi að sjá hvað gerist eftir þetta tímabil," sagði Valgeir.

„Ég er ekki að skoða neitt akkúrat núna. Við erum í hörkufallbaráttu og ég er að einbeita mér að því að gera mitt besta þar. Eftir þessa fjóra leiki skoða ég hvað er í boði. Ég er að einbeita mér á þessa fjóra leiki sem eru eftir, að reyna að gera eins vel og ég get þar og reyna að fá eitthvað stórt 'move' vonandi eftir það."

Er einhver séns á að þú komir heim?

„Aldrei segja aldrei. Ég veit ekki hvað mun koma. Markmiðið mitt er að komast á hærri stað. Ég veit ekki hvort það sé heima eða úti. Við sjáum til," sagði Valgeir að lokum.
Athugasemdir
banner
banner