Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   mið 09. október 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Icelandair
Valgeir Valgeirsson.
Valgeir Valgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir er alltaf hress.
Valgeir er alltaf hress.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru spennandi tveir leikir framundan og það er ekkert annað í boði en að ná í sex stig," sagði Valgeir Valgeirsson, leikmaður U21 landsliðsins við Fótbolta.net í dag.

„Það er gaman að hitta strákana enn og aftur, og þetta verða tveir skemmtilegir leikir."

Framundan eru tveir síðustu leikir U21 í riðlinum í undankeppni Evrópumótsins. Strákarnir mæta Litháen á morgun og þeir geta búið til úrslitaleik gegn Danmörku með sigri þar.

„Markmiðið hjá okkur strákunum er að þetta verði ekki seinustu tveir leikirnir hjá okkur saman. Við ætlum að ná því. Við ætlum okkur að vinna þessa tvo leiki og komast á EM. Það er ekkert annað í boði," segir Valgeir.

„Það getur allt gerst í þessum riðli. Það eru fjögur lið enn að berjast um þetta. Það er undir okkur komið að gera vel í þessum leikjum. Ef við náum þessum sex stigum, þá býst ég við að við förum áfram."

Er í stóru hlutverki úti
Valgeir hefur spilað stórt hlutverk fyrir Örebro í sænsku B-deildinni á yfirstandandi tímabili. Það hefur hins vegar ekki gengið vel hjá liðinu og er það í fallbaráttu.

„Ég er að spila allar mínútur og að byrja alla leiki. Persónulega gengur mér vel en liðinu gengur ekki jafnvel. Mér líður vel úti en er á síðasta samningsári og það verður spennandi að sjá hvað gerist eftir þetta tímabil," sagði Valgeir.

„Ég er ekki að skoða neitt akkúrat núna. Við erum í hörkufallbaráttu og ég er að einbeita mér að því að gera mitt besta þar. Eftir þessa fjóra leiki skoða ég hvað er í boði. Ég er að einbeita mér á þessa fjóra leiki sem eru eftir, að reyna að gera eins vel og ég get þar og reyna að fá eitthvað stórt 'move' vonandi eftir það."

Er einhver séns á að þú komir heim?

„Aldrei segja aldrei. Ég veit ekki hvað mun koma. Markmiðið mitt er að komast á hærri stað. Ég veit ekki hvort það sé heima eða úti. Við sjáum til," sagði Valgeir að lokum.
Athugasemdir
banner
banner