lau 09. nóvember 2019 10:10
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Bjössi Hreiðars og Norður-London í útvarpinu í dag
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Þór Þórðarson mun standa vaktina í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 97,7 milli 12 og 14 í dag.

Sigurbjörn Hreiðarsson, nýráðinn þjálfari Grindvíkinga, verður gestur í þættinum í dag.

Nágrannarnir í Norður-London, Arsenal og Tottenham, hafa verið í basli undanfarnar vikur.

Einar Örn Jónsson, stuðningsmaður Arsenal og íþróttafréttamaður á RÚV, og Ingimar Helgi Finnsson, stuðningsmaður Tottenham og þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Fantasy Gandalf, mæta í fiskabúr X-ins og ræða stöðuna.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner