Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 09. nóvember 2019 20:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
De Bruyne: Ég treysti Bravo
Bravo verður að öllum líkindum í markinu hjá Man City á morgun.
Bravo verður að öllum líkindum í markinu hjá Man City á morgun.
Mynd: Getty Images
Manchester City verður án aðalmarkvarðar síns þegar þeir mæta Liverpool á morgun.

Ederson fór meiddur af velli þegar Manchester City mætti Atalanta í Meistaradeildinni í vikunni, Bravo sem verður að öllum líkindum í markinu á morgun kom inn á í hans stað en var rekinn af velli með rautt spjald.

Kevin De Bruyne hefur ekkert alltof miklar áhyggjur af því að Ederson verði ekki með, hann segist bera fullt traust til Claudio Bravo.

„Auðvitað er það ákveðið áfall að hann (Ederson) hafi meiðst, hann er markvörður númer eitt í þessu liði. En ég efast ekkert um Bravo, ég treysti honum fullkomlega fyrir þessu.”

„Hann var frábær á undirbúnings tímabilinu og spilaði mjög vel gegn Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Hann er reynslumikill markvörður svo ég er viss um að hann eigi eftir að gera vel,” sagði De Bruyne um markvarðarmál Manchester City fyrir leikinn gegn Liverpool.

Athugasemdir
banner
banner