Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 09. nóvember 2019 12:25
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmaður Zagreb kallaður upp í spænska landsliðið
Mynd: Getty Images
Dani Olmo, 21 árs framherji Dinamo Zagreb, hefur verið kallaður upp í spænska landsliðið fyrir næstu leiki gegn Möltu og Rúmeníu í undankeppni fyrir EM á næsta ári.

Olmo ólst upp hjá Barcelona en gekk til liðs við unglingalið Dinamo þegar hann var 16 ára gamall. Það tók hann ekki langan tíma að byrja að spila fyrir aðalliðið og nú er hann algjör lykilmaður.

Olmo skoraði 6 mörk í 14 leikjum fyrir U21 landslið Spánverja og gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik í næstu viku.

Hann hefur gert 32 mörk í 118 leikjum frá komu sinni til Zagreb. Hann er kominn með 6 mörk í 16 leikjum á tímabilinu en í fyrra gerði hann 12 mörk í 44 leikjum.

Olmo er fjölhæfur framherji. Hann getur leikið á báðum köntum og sem sóknartengiliður.

Hér fyrir neðan má sjá leikmannahóp Spánar fyrir næstu leiki. Þar er hægt að finna Santi Cazorla meðal annars.

Markverðir: David de Gea, Kepa Arrizabalaga, Pau Lopez

Varnarmenn: Sergio Ramos, Raul Albiol, Dani Carvajal, Juan Bernat, Inigo Martinez, Jose Gaya, Pau Torres

Miðjumenn: Sergio Busquets, Santi Cazorla, Thiago, Saúl, Rodri, Fabian Ruiz, Jesus Navas

Sóknarmenn: Alvaro Morata, Rodrigo, Paco Alcacer, Mikel Oyarzabal, Gerard Moreno, Dani Olmo
Athugasemdir
banner
banner