Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. desember 2019 22:34
Aksentije Milisic
Pellegrini: Ekki undir mér komið hvað gerist
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, sagði að það sé ekki undir honum komið hvað gerist, þegar hann var spurður út í framtíð sína hjá liðinu eftir tapið gegn Arsenal í kvöld.

West Ham hefur gengið afleitlega upp á síðkastið og ljóst er að Pellegrini situr í mjög heitu sæti.

„Það er erfitt að skilja þetta. Við stjórnuðum leiknum í klukkutíma en svo gjörsamlega missum við öll tök. Við náðum ekki inn þessu mikilvæga öðru marki," sagði Pellegrini.

„Við skiljum að áhorfendur séu ósáttir. Við höfum ekki unnið leik á þessum velli í síðustu fimm leikjum. Ef þú vinnur ekki á heimavelli verða stuðningsmenn ósáttir. Við getum ekki verið að fá á okkur þrjú mörk í hverjum einasta leik," hélt Pellegrini áfram.

„Við getum ekki spilað vel bara í 60. mínútur. Ég veit ekki hvað gerist, ég er ekki sá sem ákveður framtíð mína hér."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner