Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. desember 2019 18:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rakel Hönnudóttir í Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Breiðablik
Rakel Hönnudóttir er snúin aftur í raðir Breiðabliks. Þetta er staðfest á fésbókarsíðu félagsins.

Rakel lék 158 leiki með Breiðablik á árunum 2012-2017, í þeim leikjum skoraði hún 68 mörk. Hún varð bikarmeistari með Blikum árin 2013 og 2016. Árið 2015 varð hún Íslandsmeistari með Kópavogsfélaginu.

Undanfarin ár hefur hún leikið erlendis. Hún lék með LB07 í Malmö á síðasta ári og í janúar gekk hún í raðir Reading á Englandi.

Áður en hún gekk í raðir Breiðabliks árið 2012 lék hún með Þór/KA á Akureyri.

Rakel er margreynd landsliðskona en hún hefur leikið 100 landsleiki fyrir A-landsliðið og skorað níu mörk í þeim leikjum.

Af fésbókarsíðu Breiðabliks:
Blikar fagna því mjög að Rakel sé komin aftur í Kópavoginn. Við hlökkum til að sjá hana í fagurgræna búningnum.


Athugasemdir
banner
banner