Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 09. desember 2019 14:38
Magnús Már Einarsson
Rudiger í hóp hjá Chelsea í fyrsta skipti síðan í september
Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea, er í leikmannahópi liðsins fyrir leikinn gegn Lille í Meistaradeildinni á morgun.

Rudiger hefur verið að glíma við erfið nárameiðsli en hann hefur ekkert spilað síðan í semteber.

„Hann er í hópnum svo það er möguleiki (á að hann spili). Það er gott að fá hann aftur. Hann hefur æft mjög vel," sagði Frank Lampard, stjóri Chelsea.

Verri fréttir eru af Fikyao Tomori en hann verður ekki með á morgun vegna meiðsla á mjöðm.

Chelsea þarf sigur í Frakklandi á morgun til að gulltrygga sæti í 16-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner