Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. desember 2019 19:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sögusagnirnar trufla ekki Haaland
Haaland fagnar.
Haaland fagnar.
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland hefur leikið gífurlega vel með Red Bull Salzburg á leiktíðinni. Hann hefur skorað 24 mörk í 19 leikjum með meisturunum frá Austurríki.

Haaland er einungis 19 ára, hann hefur skorað í öllum Meistaradeildarleikjum Salzburg til þessa í vetur og liðið mætir Liverpool í úrslitaleik, um hvort liðið fer í 16-liða úrslit, á morgun.

Hann hefur vakið athygli stórliða í Evrópu vegna frammistöðu sinnar. Lið á borð við Manchester United, Liverpool, Real Madrid og Barcelona eru sögð hafa áhuga á Norðmanninum.

Aðspurður hvort sögusagnirnar hefðu áhrif á hann svaraði Haaland: „Ég einbeiti mér bara að starfi mínu sem er að spila fótolta, að njóta hvers dags og vera einbeittur að nútíðinni."

„Einbeiting mín er á Salzburg og á mér sem leikmanni. Sögusagnirnar trufla mig ekki. Ég nýt þess að spila fótbolta,"
sagði Haaland að lokum.
Athugasemdir
banner
banner