Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. desember 2019 12:17
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Wolves handteknir fyrir hommafóbíu
Fyrirliði Aston Villa með regnbogalitað band.
Fyrirliði Aston Villa með regnbogalitað band.
Mynd: Getty Images
Í þessum mánuði hefur enska úrvalsdeildin sýnt réttindabaráttu samkynhneigðra stuðning með því að hafa regnbogalitina áberandi á leikjum deildarinnar.

Þá hafa fyrirliðaböndin verið í regnbogalitunum.

Tveir stuðningsmenn Wolves voru handteknir í 2-2 jafnteflisleiknum gegn Brighton í gær.

„Á degi þar sem jafnrétti var fagnað er leiðinlegt að tilkynna að tveir stuðningsmenn aðkomuliðsins voru handteknir fyrir að vera með hommafóbíu," segir í tilkynningu Brighton.

Áhorfendur á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar eru hvattir til að tilkynna um það ef einhver verður uppvís að mismunun i stúkunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner