Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 09. desember 2022 17:48
Elvar Geir Magnússon
HM: Brasilía úr leik - Enn og aftur vinnur Króatía í vító
Marquinhos skaut í stöngina í vítakeppninni.
Marquinhos skaut í stöngina í vítakeppninni.
Mynd: Getty Images
Livakovic er ein af stjörnum mótsins.
Livakovic er ein af stjörnum mótsins.
Mynd: Getty Images
Króatía 1 - 1 Brasilía
0-1 Neymar ('105)
1-1 Bruno Petkovic ('117)

Króatía vann vítaspyrnukeppnina 4-2

Brasilía, sem talið var sigurstranglegasta lið HM, er úr leik. Liðið tapaði fyrir Króatíu eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni.

Króatar mættu ákveðnir til leiks og voru afskaplega öflugir á miðsvæðinu, með Luka Modric í miklu stuði. Fyrri hálfleikurinn var hnífjafn og fátt um færi.

Í seinni hálfleiknum áttu Brasilíumenn fleiri marktilraunir en gekk erfiðlega að finna leiðina framhjá markverðinum Dominik Livakovic sem er fullur sjálfstrausts. Hann varði meðal annars frá Neymar sem var í hörkufæri og bjargaði Josko Gvardiol frá því að skora sjálfsmark.

Brasilíumenn reyndu að hleypa auknu lífi í sóknarleik sinn. Antony, Rodrygo og Pedro komu inn af bekknum í stað Raphinha, Vinicius Junior og Richarlison.

Á lokakaflanum var greinilegt að Króatar voru sáttari með að fara með leikinn í framlengingu. Staðan markalaus eftir 90 mínútna leik þar sem Brasilía átti sjö marktilraunir á rammann en Króatar náðu hinsvegar aldrei að láta reyna á Alisson í marki Brasilíu. Framlengja þurfti leikinn.

Í bálok fyrri hálfleiks framlengingar þá skoraði Neymar frábært mark, fór framhjá Livakovic og skoraði glæsilegt mark.

Króatía jafnaði með sínu fyrsta skoti á rammann, Bruno Petkovic varamaður skoraði en Brasilíumenn voru kæruleysislegir í sinni nálgun. Skot Petkovic breytti um stefnu af Marquinhos og endaði í netinu.

Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem Livakovic varði frá Rodrygo. Spyrnur Króata voru virkilega öruggar og úrslitin voru ráðin þegar Marquinhos skaut í stöngina. Brasilíumenn niðurbrotnir á meðan Króatar fögnuðu ákaft.

Króatar eru með svarta beltið í framlengingum og vítakeppnum og eru komnir í undanúrslit HM. Rosalegt lið.

Luka Modric var frábær á miðju Króata en maður leiksins er Livakovic markvörður sem varði alls tíu skot í leiknum. Ein af stjörnum mótsins.


17:58


Eyða Breyta
17:50
Króatar mæta Hollendingum eða Argentínumönnum í undanúrslitum mótsins.

Takk fyrir samfylgdina í þessari textalýsingu.

Eyða Breyta
17:47
Enn og aftur eru Króatar að vinna vítaspyrnukeppni!

Eyða Breyta
17:47
KRÓATAR ERU KOMNIR ÁFRAM!!!!! BRASILÍA ER ÚR LEIK!

Eyða Breyta
17:46
VÍTAKEPPNIN: Króatía 4 - 2 Brasilía

Marquinhos í stöngina!!!

Eyða Breyta
17:46
Brasilía verður að skora núna.

Eyða Breyta
17:46
VÍTAKEPPNIN: Króatía 4 - 2 Brasilía

Mislav Orsic. Vá alveg út við stöng. Besta víti dagsins.

Eyða Breyta
17:45
VÍTAKEPPNIN: Króatía 3 - 2 Brasilía

Pedro minnkar muninn. Bíður eftir að markvörðurinn fari niður og skorar af öryggi.

Eyða Breyta
17:44
Króatar skorað úr öllum þremur spyrnum sínum.

Eyða Breyta
17:44
VÍTAKEPPNIN: Króatía 3 - 1 Brasilía

Luka Modric. Öruggt. Sendir Alisson í rangt horn.

Eyða Breyta
17:43
VÍTAKEPPNIN: Króatía 2 - 1 Brasilía

Casemiro skorar. Mikið öryggi, fast og í hornið.

Eyða Breyta
17:43
VÍTAKEPPNIN: Króatía 2 - 0 Brasilía

Lovro Majer!! Aftur beint á markið meðan Alisson skutlar sér. Alisson rosalega nálægt því að verja með löppinni.

Eyða Breyta
17:42
Livakovic. Þvílíkur maður.

Eyða Breyta
17:42
VÍTAKEPPNIN: Króatía 1 - 0 Brasilía

Rodrygo KLÚÐRAR! LIVAKOVIC VER!!!

Eyða Breyta
17:41
VÍTAKEPPNIN: Króatía 1 - 0 Brasilía

Nikola Vlasic skorar. Þéttingsfast, uppi, beint á markið.

Eyða Breyta
17:40
Króatar byrja. Nikola Vlasic er að fara á punktinn.

Eyða Breyta
17:39
Livakovic gegn Alisson. Michael Oliver að kasta upp pening.

Eyða Breyta
17:38
Arnar Gunnlaugs talar um hræðilegan varnarleik Brasilíu í leiknum, jöfnunarmark Króata sanni það.

Eyða Breyta
17:36
BÚIÐ - Króatía 1 - 1 Brasilía

VIÐ ERUM Á LEIÐ Í VÍTAKEPPNI!

Eyða Breyta
17:35
122. mínúta - Króatía 1 - 1 Brasilía

CASEMIRO með skot en skot hans er varið!

Eyða Breyta
17:35Eyða Breyta
17:34
121. mínúta - Króatía 1 - 1 Brasilía

2 mínútur í uppbótartíma í framlengingu.

Eyða Breyta
17:33Eyða Breyta
17:32
119. mínúta - Króatía 1 - 1 Brasilía

Við stefnum í framlengingu hér. Magnað.

Eyða Breyta
17:29
117. mínúta - Króatía 1 - 1 Brasilía

KRÓATAR ERU AÐ JAFNA!!!!!! 'Aldrei afskrifa Króata' segir Einar Örn sem lýsir leiknum. Króatar eru að skora úr skyndisókn!

Bruno Petkovic með skot sem breytir um stefnu af Marquinhos sem truflar Alisson og endar í markinu.

Fyrsta skot Króata á rammann í þessum leik!Eyða Breyta
17:27
115. mínúta - Króatía 0 - 1 Brasilía

Brasilía fær hornspyrnu.

Eyða Breyta
17:27
114. mínúta - Króatía 0 - 1 Brasilía


Neymar fagnar marki sínu

Eyða Breyta
17:25


Eyða Breyta
17:22
109. mínúta - Króatía 0 - 1 Brasilía

Brassar farnir að leggjast aftar en þá eru þeir baneitraðir í skyndisóknum. Króatía að fá horn.

Eyða Breyta
17:19
106. mínúta - Króatía 0 - 1 Brasilía

Seinni háfleikur framlengingar er kominn af stað.

Eyða Breyta
17:19
Fred kemur inn fyrir Paqueta í hálfleik framlengingar.

Eyða Breyta
17:16
Neymar jafnaði markamet Pele með Brasilíu.Eyða Breyta
17:16


Eyða Breyta
17:15


HÁLFLEIKUR Í FRAMLENGINGU - Króatía 0 - 1 Brasilía

Eyða Breyta
17:12
105. mínúta - Króatía 0 - 1 Brasilía

BRASILÍA AÐ SKORA!!!! NEYMAR!!!

Þolinmæði er dyggð! Neymar sendi á Rodrygo, fékk boltann aftur sendi á Paqueta sem renndi boltanum svo aftur á Neymar. Hann fór framhjá Livakovic og skoraði upp í þaknetið!

Eyða Breyta
17:11
105. mínúta - Króatía 0 - 0 Brasilía

Danilo með skot, hátt yfir og framhjá.

Eyða Breyta
17:10
104. mínúta - Króatía 0 - 0 Brasilía

Marcelo Brozovic í hörkufæri en skýtur yfir! Það sést vel á Brozovic að hann er orðinn dauðþreyttur.

Eyða Breyta
17:09
103. mínúta - Króatía 0 - 0 BrasilíaEyða Breyta
17:08
102. mínúta - Króatía 0 - 0 Brasilía

Pedro reynir skemmtilega skottilraun en hittir boltann ekki vel.

Eyða Breyta
17:06
100. mínúta - Króatía 0 - 0 Brasilía

Rodrygo með fína sendingu inn á teiginn en Paqueta náði ekki til boltans.

Eyða Breyta
17:05
99. mínúta - Króatía 0 - 0 Brasilía


Eyða Breyta
17:04
98. mínúta - Króatía 0 - 0 Brasilía

Brasilíumenn sjá um að sækja en gengur erfiðlega að skapa sér færi. Króatar hafa enn ekki átt tilraun á rammann hjá Brössum!

Eyða Breyta
17:02
95. mínúta - Króatía 0 - 0 Brasilía

Það vill oft gleymast að Króatía var í úrslitaleik HM 2018. Ætti ekkert að koma of mörgum á óvart að þessi viðureign sé komin í framlengingu.

Eyða Breyta
16:59
93. mínúta - Króatía 0 - 0 Brasilía

Dominik Livakovic markvörður Króata hefur verið frábær í dag og hann var geggjaður í vítakeppninni þegar Króatía vann Japan í 16-liða úrslitum. Varði þrjár spyrnur.

Eyða Breyta
16:57
91. mínúta - Króatía 0 - 0 Brasilía

FLAAAUUUT! Framlengingin er farin af stað.

Eyða Breyta
16:56
Króatar eeeelska framlengingar.


Eyða Breyta
16:55
Modric búinn að vera geggjaður. Reynist þetta síðasti dansinn hjá honum?Eyða Breyta
16:54
Sammála?Eyða Breyta
16:54Eyða Breyta
16:52
Jæja!

Þriðja framlengingin á mótinu, hinar tvær framlengingarnar enduðu báðar markalausar og úrslitin réðust í vítakeppnum.

Við fylgjum leiknum til loka í beinni textalýsingu.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner