
„Öll liðin sem eru komin þetta langt eiga möguleika. Fyrir mitt leiti held ég að þetta sé endastöðin fyrir England. Þetta verður án efa þeirra stærsta próf, þeir hafa fengið þægilega leið í 8-liða úrslitin, þeir gerðu það sem þeir þurftu svo ég tek ekkert frá þeim," sagði Yorke.
„Frakkland sló þrjú af stærstu liðum keppninnar. Mbappe, nýja ofurstjarnan í þessari íþrótt, Mbappe er maðurinn. Ef England ætlar að komast áfram er hann sá sem þeir þurfa að stoppa."
Segir að það sé komin mikil pressa á Southgate að vinna risatitil.
„Þeir hafa fengið tækifæri síðustu 4-5 ár undir stjórn Gareth Southgate til að vinna stórmót en hafa ekki gert það. Það mun alltaf vega þungt, pressan verður alltaf meiri. Nú er öðruvísi pressa að spila gegn heimsklassa liði, ríkjandi heimsmeisturum."
Hann vonar þó að þeir komist áfram þar sem hann hefur sterka tengingu til Englands þar sem hann bjó í yfir 30 ár.