Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   fös 09. desember 2022 19:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tite hættur með brasilíska landsliðið

Tite er hættur með landslið Brasilíu eftir vonbrigðin á HM en liðið féll úr leik á HM í dag eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Króatíu.


Brasilískir miðlar greina frá því að Tite hafi tilkynnt þetta í fjölmiðlum strax eftir leikinn.

Hann skrifaði undir samning við brasilíska sambandið árið 2019 og samningurinn gilti út HM.

Hann tók við liðinu upphaflega árið 2016 og vann Copa America einu sinni.


Athugasemdir
banner