Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
   lau 09. desember 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Annar ungur Brasilíumaður á leið til Chelsea?
Mynd: EPA
Chelsea er í viðræðum við brasilíska félagið Palmeiras um hinn 16 ára gamla Estevao Willian, en þetta herma heimildir GOAL.

Enska félagið hefur þegar keypt tvo efnilega Brasilíumenn en þeir Angelo Henrique og Andrey Santos voru keyptir fyrr á árinu og nú er það reiðubúið að ganga frá kaupum öðrum.

Talið er að félagið sé tilbúið að borga allt að 40 milljónir evra til að tryggja sér þjónustu hans, en hann myndi þá ganga í raðir félagsins árið 2025.

Chelsea ætlar að beita sömu aðferð sem Real Madrid notaði á Endrick, en leikmenn geta ekki yfirgefið félög sín í Brasilíu og haldið til Evrópu fyrr en þeir hafa náð 18 ára aldri.

Arsenal, Barcelona og Paris Saint-Germain hafa einnig áhuga á Willian, en ekkert þeirra hefur hafið viðræður við Palmeiras.


Athugasemdir
banner
banner
banner