Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   mán 10. janúar 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer ætlar að skora tólf mörk á tímabilinu - „Stefni mjög hátt"
Í leik með SönderjyskE
Í leik með SönderjyskE
Mynd: Getty Images
Mynd: SönderjyskE
Kristófer Ingi Kristinsson er leikmaður SönderjyskE í Danmörku. Kristófer er uppalinn Stjörnumaður en hélt ungur að árum út til Hollands og samdi við Willem II sumarið 2016. Árið 2019 skipti hann yfir til Frakklands og lék með Grenoble í næstefstu deild tímabilið 2019/20.

Sumarið 2020 ákvað hann að söðla um og fór á láni til PSV og spilaði þar með varaliði félagsins. Síðasta sumar ákvað hann svo að semja við danska félagið. Kristófer ræddi fyrir helgi við Fótbolta.net um fyrri hluta tímabilsins.

„Fyrri hlutinn hefur verið svolítið erfiður, allavega til að byrja með, við erum ekki alveg þar sem við viljum vera í deildinni en sem betur fer erum við með eitthvað í bikarnum - erum í undanúrslitum bikarsins. Við vorum að búast við meira en þessu," sagði Kristófer.

„Ég hef byrjað síðustu þrjá leiki þannig að ég get verið sáttur með það. En ég hef ekki fengið þær mínútur sem ég hef viljað fyrri hluta tímabilsins. Ég vonast eftir meiru frá sjálfum mér núna seinni hlutann, er kominn með fimm mörk í deild og bikar - það er allavega eitthvað jákvætt."

Þjálfaraskipti urðu hjá SönderjyskE skömmu fyrir vetrarfrí. Gætu þau haft einhver áhrif á þinn spiltíma?

„Ég er mjög jákvæður fyrir því, hef heyrt mjög góða hluti um þennan þjálfara, er byrjaður að spila núna upp á síðkastið og vona hann muni hjálpa okkur að komast upp á næsta „level". Ég hugsa að þetta muni vera mjög gott fyrir okkur."

Liðið er í næstneðsta sæti dönsku Superliga, sex stigum frá liðinu fyrir ofan sig. „Klárlega ætlum við að vinna þann mun upp. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem klúbburinn er í svona erfiðri stöðu. Eftir því sem ég hef heyrt hefur klúbburinn nánast alltaf komið sér upp úr þessu og ég hef alla trú á því að við munum ná því."

Þú ert með þriggja ára samning, ertu með markmið, eitthvað sem þig langar að afreka hjá félaginu?

„Ég stefni á að skora, vera með markahæstu mönnum þarna og stefni mjög hátt. Ég var búinn að segja við sjálfan mig að ég ætlaði að skora tólf mörk í deild og bikar. Ég á eitthvað í það allavega. Við sjáum til," sagði Kristófer að lokum.

Hann var einnig spurður út í Grenoble, Jong PSV og leiðina í undanúrslit bikarsins. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum.
Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 22 15 3 4 43 23 +20 48
2 Brondby 22 14 5 3 44 20 +24 47
3 FCK 22 14 3 5 45 23 +22 45
4 FC Nordsjaelland 22 10 7 5 35 21 +14 37
5 AGF Aarhus 22 9 9 4 26 21 +5 36
6 Silkeborg 22 8 3 11 28 32 -4 27
7 OB Odense 22 6 6 10 25 32 -7 24
8 Lyngby 22 6 5 11 27 39 -12 23
9 Viborg 22 6 5 11 24 37 -13 23
10 Randers FC 22 5 8 9 23 37 -14 23
11 Vejle 22 4 7 11 19 26 -7 19
12 Hvidovre 22 2 5 15 17 45 -28 11
Athugasemdir
banner
banner
banner