Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mán 10. janúar 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer ætlar að skora tólf mörk á tímabilinu - „Stefni mjög hátt"
Mynd: SönderjyskE
Kristófer Ingi Kristinsson er leikmaður SönderjyskE í Danmörku. Kristófer er uppalinn Stjörnumaður en hélt ungur að árum út til Hollands og samdi við Willem II sumarið 2016. Árið 2019 skipti hann yfir til Frakklands og lék með Grenoble í næstefstu deild tímabilið 2019/20.

Sumarið 2020 ákvað hann að söðla um og fór á láni til PSV og spilaði þar með varaliði félagsins. Síðasta sumar ákvað hann svo að semja við danska félagið. Kristófer ræddi fyrir helgi við Fótbolta.net um fyrri hluta tímabilsins.

„Fyrri hlutinn hefur verið svolítið erfiður, allavega til að byrja með, við erum ekki alveg þar sem við viljum vera í deildinni en sem betur fer erum við með eitthvað í bikarnum - erum í undanúrslitum bikarsins. Við vorum að búast við meira en þessu," sagði Kristófer.

„Ég hef byrjað síðustu þrjá leiki þannig að ég get verið sáttur með það. En ég hef ekki fengið þær mínútur sem ég hef viljað fyrri hluta tímabilsins. Ég vonast eftir meiru frá sjálfum mér núna seinni hlutann, er kominn með fimm mörk í deild og bikar - það er allavega eitthvað jákvætt."

Þjálfaraskipti urðu hjá SönderjyskE skömmu fyrir vetrarfrí. Gætu þau haft einhver áhrif á þinn spiltíma?

„Ég er mjög jákvæður fyrir því, hef heyrt mjög góða hluti um þennan þjálfara, er byrjaður að spila núna upp á síðkastið og vona hann muni hjálpa okkur að komast upp á næsta „level". Ég hugsa að þetta muni vera mjög gott fyrir okkur."

Liðið er í næstneðsta sæti dönsku Superliga, sex stigum frá liðinu fyrir ofan sig. „Klárlega ætlum við að vinna þann mun upp. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem klúbburinn er í svona erfiðri stöðu. Eftir því sem ég hef heyrt hefur klúbburinn nánast alltaf komið sér upp úr þessu og ég hef alla trú á því að við munum ná því."

Þú ert með þriggja ára samning, ertu með markmið, eitthvað sem þig langar að afreka hjá félaginu?

„Ég stefni á að skora, vera með markahæstu mönnum þarna og stefni mjög hátt. Ég var búinn að segja við sjálfan mig að ég ætlaði að skora tólf mörk í deild og bikar. Ég á eitthvað í það allavega. Við sjáum til," sagði Kristófer að lokum.

Hann var einnig spurður út í Grenoble, Jong PSV og leiðina í undanúrslit bikarsins. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum.
Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner