Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. febrúar 2018 15:09
Elvar Geir Magnússon
Fjölgað í 3. deild á næsta ári - Þrjú lið fara upp úr 4. deild
Vængir Júpiters er meðal liða í 3. deild karla.
Vængir Júpiters er meðal liða í 3. deild karla.
Mynd: Vængir Júpiters
Á ársþingi KSÍ í dag var samþykkt að fjölga liðum í 3. deild karla úr 10 í 12 frá og með næsta ári.

Reynir Sandgerði, sem féll úr 3. deild í fyrra, lagði tillöguna fram.

Fjölgunin fer þannig fram að aðeins eitt lið úr 3. deild fellur næsta sumar en þrjú lið komast upp úr 4. deild.

„Það er reynsla Reynismanna að 12 liða deild sé mun heppilegri kostur en 10 liða deild. 22 leikir í stað 18 gerir tímabilið þéttara, lítið er um löng hlé á milli leikja. Árið 2017 liðu í þrígang 10 dagar milli leikja liðsins í 3. deildinni og einu sinni 13 dagar," segir í tillögu Reynismanna sem samþykkt var.

Frá með næsta ári verða því 12 lið í hverri af fjórum efstu deildum Íslandsmóts karla.

Í 3. deild karla á komandi tímabili leika: Vængir Júpiters, Ægir, KV, Einherji, KFG, KF, KH, Sindri, Augnablik og Dalvík/Reynir.
Athugasemdir
banner
banner