Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. febrúar 2021 15:00
Elvar Geir Magnússon
Sést að stjörnur Man Utd treysta ekki De Beek
Donny van de Beek.
Donny van de Beek.
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Mark Hughes telur að leikmenn Manchester United treysti ekki hollenska miðjumanninum Donny van de Beek sem keyptur var frá Ajax á 40 milljónir punda í sumar.

Van de Beek byrjaði bikarleikinn gegn West Ham í gær en það var aðeins ellefti byrjunarliðsleikur hans á tímabilinu. Alls er hann með eitt mark og eina stoðsendingu úr 25 leikjum.

Hann hafði engin áhrif á leikinn í gær og var tekinn af velli á 73. mínútu. United vann 1-0 með marki Scott McTominay í uppbótartíma.

„Maður hefur það á tilfinningunni að samherjar hans treysti honum ekki fyrir boltanum. Þegar Fred og Matic fá boltann horfa þeir upp og leita til Rashford, Martial eða Greenwood," segir Hughes.

„Van de Beek er ekki að finna svæði og er enn og aftur vonbrigði. Hann er að spila fyrir Manchester United og verður að sýna meira en hann hefur gert."

Þessi ummæli koma í kjölfarið á því að Jermaine Jenas sagði að hollenski miðjumaðurinn væri hræddur og taktlaus.

„Svipbrigði hans eru lýsandi fyrir spilamennsku hans í augnablikinu. Hann virkar hræddur og taktlaus. Hann hefur ekki fengið að tengja saman leiki og hann finnur fyrir því að hann megi ekki gera mistök," segir Jenas.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner