Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. febrúar 2024 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Jafnt í Sassuolo
Mynd: EPA
Sassuolo 1 - 1 Torino
1-0 Andrea Pinamonti ('5)
1-1 Duvan Zapata ('9)

Sassuolo og Torino áttust við í lokaleik dagsins í ítalska boltanum og fór leikurinn fjörlega af stað.

Andrea Pinamonti skoraði með frábærum skalla eftir fimm mínútna leik en Dúvan Zapata var búinn að jafna skömmu síðar. Bakverðirnir Marcus Pedersen og Raoul Bellanova gerðu mjög vel að leggja mörkin upp með fyrirgjöfum frá hægri kanti.

Það ríkti þokkalegt jafnræði með liðunum eftir þetta, þar sem gestirnir frá Tórínó voru hættulegri í fyrri hálfleik en heimamenn í Sassuolo hættulegri eftir leikhlé.

Torino er með 33 stig í Evrópubaráttunni, sex stigum frá Meistaradeildarsæti, á meðan Sassuolo er í fallbaráttu með 20 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner