þri 10. mars 2020 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe tæpur vegna hálsbólgu
Mbappe er lykilmaður í liði PSG.
Mbappe er lykilmaður í liði PSG.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe, lykilmaður í liði Paris Saint-Germain, er með hálsbólgu og er tæpur fyrir leikinn gegn Borussia Dortmund í Meistaradeildinni á morgun.

Mbappe gat ekki tekið þátt á æfingu Parísarliðsins í dag og var hann heldur ekki með í gær.

Mbappe er einn besti leikmaður í heimi um þessar mundir. Á þessu tímabili hefur hinn 21 árs gamli Mbappe skorað 30 mörk í 32 keppnisleikjum með PSG.

Það stendur tæpt hvort að hann spili á morgun, en PSG þarf að koma til baka eftir 2-1 tap í fyrri leiknum í Þýskalandi.

Engir áhorfendur verða á leiknum í París. Þetta er gert til að minnka smithættu vegna kórónu veirunnar.

Sjá einnig:
Mbappe með þrennu - Sjáðu stórglæsilegt mark hans
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner