fös 10. mars 2023 20:36
Brynjar Ingi Erluson
Madsen riftir við Vestra (Staðfest) - „Hefur verið að fást við persónuleg málefni"
Lengjudeildin
Nicolaj Madsen
Nicolaj Madsen
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Danski leikmaðurinn Nicolaj Madsen hefur komist að samkomulagi við Vestra um að rifta samningi sínum við félagið vegna persónulegra málefna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.

Madsen hefur verið einhver allra besti leikmaður Lengjudeildarinnar síðustu tvö ár en þessi 34 ára gamli Dani var með samning út sumarið.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sagði við Fótbolta.net í dag að það væri von á yfirlýsingu frá félaginu, en Madsen var ekki með Vestra í leik liðsins við HK í Lengjubikarnum í gær.

Hann hefur nú fengið samningi sínum rift en hann er að fást við persónuleg málefni.

Yfirlýsing frá Vestra

„Að óskum Nicolaj ‘Niko’ Madsen hefur stjórn Vestra samþykkt óskir hans um að losna undan samning við félagið. Niko hefur verið að fást við persónuleg málefni sem gera það að verkum að hann mun ekki eiga heimagegnt vestur í sumar.“

„Viljum við óska Niko velfarnarðar í leik og starfi og sendum baráttukveðjur til hans í þeirri vegferð sem hann er á til að ná bata.“

„Stjórn, þjálfarar og leikmenn Vestra vilja þakka Niko innilega fyrir þann tíma sem hann hefur verið hjá okkur en hann er og verður alltaf einn af okkur. Takk fyrir allt Niko!“
segir í yfirlýsingu Vestra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner