Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. apríl 2020 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ráðleggur að McNeil að fara ekki frá Burnley
Dwight McNeil.
Dwight McNeil.
Mynd: Getty Images
Kieran Trippier, bakvörður Atletico Madrid, hefur ráðlagt Dwight McNeil að vera áfram hjá Burnley.

Trippier hefur áður talað um að Burnley sé eina félagið sem hann myndi fara aftur til Englands fyrir.

McNeil er tvítugur að aldri og leikur sem kantmaður. Hann hefur vakið athygli félaga eins og Arsenal, Manchester United og Newcastle, en Trippier ráðleggur honum að halda kyrru í Burnley.

McNeil var í akademíu Manchester United, en hann var látinn fara þaðan þegar hann var 14 ára.

Trippier ræddi við Burnley Express og sagði: „Ég myndi segja við hann: 'Ekki flýta þér neitt, haltu bara áfram að spila'. Hann er hjá rétta félaginu til þess að gera það, hann þarf bara að halda áfram að spila leiki."

„Hann er með rétta knattspyrnustjórann til að leiðbeina sér og hann þarf ekki að flýta sér neitt. Ef ég væri hann þá myndi ég vera um kyrrt og halda áfram að spila leiki."

McNeil er samningsbundinn Burnley til 2023. Áður en hlé var gert á fótbolta á Englandi og víðar þá var Burnley í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner