Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. júní 2019 19:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Utanríkisráðuneytið: Beiðni um hraða meðferð barst of seint
Icelandair
Mynd: Getty Images
Ísland mætir á morgun Tyrkjum í fjórða leik sínum í undankeppni fyrir EM2020. Mikið hefur verið fjallað um komu Tyrkja til landsins og Tyrkir reiðir yfir móttökunum. Mest hefur verið fjallað um burstan fræga sem túristi beindi að Emre Belozoglu, fyrirliða Tyrkja, í Leifsstöð þegar Emre var í viðtali.

Tíminn sem það tók Tyrkina að komast í gegnum Leifstöð fór einnig í taugarnar á Tyrkjunum.

Íslenska utanríkisráðuneytið sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

Utanríkisráðuneytið - Beiðnin kom of seint

Íslenska Utanríkisráðuneytið getur staðfest það að samskipti við tyrknesk yfirvöld varðandi komu tyrkneska knattspyrnulandsliðsins til Keflavíkur á sunnudagskvöldið hafi átt sér stað.

Ráðuneytið hefur verið upplýst um það frá Isavia að fylgja þyrfti ákveðnum reglum og þeim hafi öllum verið fylgt.

Eins og kom fram í yfirlýsingu Isavia á Vísi þurfti tyrkneska landsliðið að fara í gegnum öryggisleit við komuna til landsins.

Því miður kom formleg beiðni frá tyrkneska sendiráðinu of seint til ráðuneytisins svo ekki gafst tími til að vinna úr þeirri beiðni. Beiðnin var send aðeins klukkustundum fyrir komu liðsins til Keflavíkur. Einnig er bent á að undir venjulegum kringumstæðum sé einungis háttsettum embættismönnum veitt slík forréttindi að þurfa ekki að fara í gegnum öryggisleit.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner