Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 10. júní 2021 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Létt stemning á fréttamannafundi: Ósögð saga og Gunnhildur í markið?
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var létt og þægileg stemning á fréttamannafundi íslenska kvennalandsliðsins í dag. Landsliðsþjálfarinn, Þorsteinn Halldórsson og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, leikmaður liðsins, sátu fyrir svörum. Á morgun er vináttuleikur gegn Írlandi.

Gunnhildur var að ljúka sér af við að svara spurningum um Mörtu og félagsliðið sitt, Orlando Pride, þegar Þorsteinn skaut inn í að Gunnhildur ætti að segja frá því þegar hún þurfti að hlaupa fyrir Mörtu.

Gunnhildur hló að þessu og hélt áfram með svar sitt:

„Marta er mögnuð og mjög mikil keppnismanneskja.”

Þorsteinn var beðinn um að segja söguna af Mörtu þar sem Gunnhildur fór ekki í það. Ekkert var gefið upp en stemningin var skemmtileg.

Eftir að Gunnhildur, sem bæði getur leyst hægri bakvörð og stöður á miðjunni, var spurð út í sína uppáhaldsstöðu á vellinum var Þorsteinn spurður hvar Gunnhildur myndi spila á morgun.

„Í markinu,” sagði landsliðsþjálfarinn.

„Ég er reyndar svakalega í markinu,” laumaði Gunnhildur inn.

En sér Þorsteinn hana í báðum stöðum (í bakverði og á miðjunni) upp á framtíðina að gera?

„Hún er í hópnum sem miðjumaður í dag og ég horfi ekki í annað með hana. En svo veit maður náttúrulega aldrei hvað gerist. Ef við þurfum að leysa einhverja hluti þá leysum við þá hluti með Gunnhildi,” sagði Steini.

Önnur svör á blaðamannafundinum:
Gunnhildur hrósar yngri leikmönnum í hástert og finnst gaman í „skítavinnunni"
Þorsteinn: Auðvitað hefur frammistaða í þessum leikjum áhrif
Allt hægt ef þú ert tilbúinn að leggja mikið á þig og fórna miklu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner