Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 10. júní 2021 15:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þorsteinn: Auðvitað hefur frammistaða í þessum leikjum áhrif
Icelandair
Á landsliðsæfingu í dag
Á landsliðsæfingu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Framundan er vináttuleikur gegn Írlandi á morgun. Ísland leikur svo annan leik gegn Írlandi á þriðjudag.

Steini býst við því að Ísland verði meira með boltann í leiknum og segir írska liðið leggja upp með að vera beinskeyttar þegar þær eru með boltann.

„Ég vonast til að vera með boltann, við viljum halda boltanum vel en vera líka beinskeyttar. Það verða augnablik þar sem við þurfum að verjast líka.”

Gæti byrjunarliðið á morgun verið það sama og í fyrsta keppnisleik í haust?

„Við notum þessa leiki til að skoða leikmenn. Auðvitað hefur frammistaða í þessum leikjum áhrif á það hvernig byrjunarliðið verður í framhaldinu.”

Eru allir leikmenn heilir heilsur?

„Já, þær eru allar heilar. Einstaka stífleiki hér og þar en engin meidd. Þær voru allar með á æfingu áðan og eru allar klárar fyrir morgundaginn. Ég er búinn að ákveða byrjunarliðið og þið fáið að sjá það á morgun," sagði Steini.
Athugasemdir
banner