fös 10. júlí 2020 11:00
Innkastið
Huldumaður í íslenskum fótbolta
Atli Arnarson.
Atli Arnarson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Atli Arnarson varð í fyrrakvöld markahæsti leikmaður HK í efstu deild frá upphafi þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli gegn ÍA. Atli, sem er miðjumaður frá Sauðárkróki, er kominn með þrjú mörk á þessu tímabili eftir að hafa skorað fimm mörk í fyrra.

„Hann er svolítill huldumaður í íslenskum fótbolta. Það fer rosalega lítið fyrir honum," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu í gær þegar Atli barst til tals.

„Hann er 27 ára gamall. Hann á leiki og mörk í A, B, C og D-deild. Hann hefur orðið bikarmeistari og hann á Evrópuleiki. Hann á 198 meistaraflokksleiki og 32 mörk. Hann er mjög mikilvægur fyrir þau lið sem hann spilar með og nóg af gæðum," sagði Gunnar Birgisson.

„Atli hefur verið óheppinn með meiðsli oft á tíðum en þetta er toppeintak sem þú vilt vera með í hóp," bætti Gunnar við.

Ferill Atla
2009 - Tindastóll (4 leikir í C-deild)
2010 - Tindastóll (11 leikir og 4 mörk í C-deild)
2011 - Tindastóll/Hvöt (21 leikur og 1 mark í C-deild)
2012 - Tindastóll (22 leikir og 3 mörk í B-deild)
2013 - Tindastóll (18 leikir og 3 mörk í B-deild)
2014 - Slitið krossband
2015 - Leiknir R. (16 leikir í Pepsi-deild)
2016 - Leiknir R. (22 leikir og 6 mörk í B-deild)
2017 - ÍBV (16 leikir í Pepsi-deild)
2018 - ÍBV (19 leikir og 1 mark í Pepsi-deild)
2019 - HK (18 leikir og 5 mörk í Pepsi-deild)
2020 - HK (4 leikir og 3 mörk í Pepsi-deild)
Innkastið - KA í brekku og öftustu menn gefa mörk á silfurfati
Athugasemdir
banner
banner