Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   mið 10. júlí 2024 15:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Útskýrir magnaðan viðsnúning í félagsliðinu - „Við tókum okkur til í febrúar"
Icelandair
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún á æfingu.
Guðrún á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún er einn besti varnarmaðurinn í Svíþjóð.
Guðrún er einn besti varnarmaðurinn í Svíþjóð.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta leggst mjög vel í mig. Við erum spenntar fyrir þessu. Þetta eru mikilvægir leikir til að ná okkar markmiði að komast beint á EM," sagði Guðrún Arnardóttir, varnarmaður Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

Guðrún var frábær í síðasta leik þegar Ísland vann mikilvægan sigur á Austurríki á Laugardalsvelli. Sá sigur kom liðinu í góða stöðu í riðlinum fyrir tvo síðustu leikina. Guðrún fékk nýtt gælunafn hjá liðsfélögum sínum í landsliðinu eftir að hún átti frábæran sprett í leiknum.

„Maður fékk eitthvað egótripp í leiknum sem var gaman og svoleiðis, en mér fannst við líka höndla leikinn mjög vel. Það voru ógeðslega erfiðar aðstæður en mér fannst við áberandi betri í að höndla aðstæðurnar. Maður fær góða tilfinningu út frá því að jafnvel á móti vindi vorum við að skora og halda þeim frá okkur. Tilfinningin var mjög jákvæð eftir síðasta glugga."

Guðrún er ánægð með nýja gælunafnið. „Ég tek því. Það er ekki oft sem mér er líkt við einhvern sem er með mikla tækni eða svoleiðis. Við tökum því á meðan það endist," sagði varnarmaðurinn öflugi og hló.

Ótrúlegur viðsnúningur
Guðrún er á mála hjá Rosengård í Svíþjóð en tímabilið þar hefur verið ótrúlegt. Eftir að hafa valdið vonbrigðum á síðasta ári og endað í sjöunda sæti, þá er liðið núna á toppnum í Svíþjóð með 15 sigurleiki úr 15 leikjum. Rosengård hefur skorað 69 mörk og aðeins fengið á sig fjögur, en Guðrún hefur verið mögnuð í vörn liðsins.

Það fór einhvern allt úrskeiðis hjá Rosengård í fyrra og það vantaði hungrið, en í ár hefur gjörsamlega allt gengið upp.

Hvernig er hægt að útskýra þetta?

„Þetta er ógeðslega gaman og allt rúllar svo vel. Eftir vonbrigðatímabil í fyrra þar sem allt var erfitt og tók vel á, þá er ótrúlega gott að við séum komnar á beinu brautina. Það er stanslaust stuð og góð stemning," segir Guðrún.

„Hópurinn er nánast sá sami en við tókum okkur til í febrúar þegar við komum aftur saman eftir smá pásu. Þá tókum við meðvitaða ákvörðun um að við þyrftum að hækka standardinn á æfingum og ákefðina. Þetta var sameiginleg ákvörðun hjá öllum innan liðsins að hækka standardinn almennt séð. Það hefur munað svo miklu að æfingarnar eru stundum erfiðari en leikir. Svoleiðis á það að vera. Ég held að það sé að skila okkur."

„Ég held að það sé munurinn. Eins lítið og það er, þá munar það miklu. Þegar það gengur vel, þá er lífið auðveldara og allt skemmtilegra," sagði Guðrún.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner