Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 10. ágúst 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Sheffield United að landa Robinson
Wigan hefur samþykkt tveggja milljóna punda tilboð frá Sheffield United í vinstri bakvörðinn Antonee Robinson.

Robinson var við það að ganga í raðir AC Milan á tíu milljónir punda í janúar en vandræði í læknisskoðun komu í veg fyrir það.

Wigan féll niður í C-deildina á dögunum og fyrir vikið þarf félagið að selja leikmenn.

Verðmiði Robinson hefur lækkað talsvert en Sheffield United vonast til að klára kaupin á honum í vikunni.

Robinson er 22 ára gamall en hann var áður á mála hjá Everton og Bolton.
Athugasemdir
banner