mán 10. ágúst 2020 14:12
Magnús Már Einarsson
Þórólfur gefur í skyn að fótboltinn hefjist að nýju á Íslandi
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, sagði á fréttamannafundi nú rétt í þessu að það sé til skoðunar að hefja aftur keppni í fótbolta á Íslandi, Ekkert hefur verið spilað síðan 30. júlí en þá var lagt fram minnisblað að reglum sem gilda til 13. ágúst.

Nýtt minnsblað er nú í vinnslu og þar er meðal annars til skoðunar að leyfa fótboltaleiki.

„Það er til skoðunar að leyfa aftur íþróttir með snertingum og það verður í þessu minnisblaði," sagði Þórólfur í ræðu sinni á fréttamannafundi í dag og nefndi hann knattspyrnu þar sérstaklega.

„Við stöðvuðum knattspyrnuna meðan faraldurinn sem er í gangi núna var í uppsveiflu og vissum ekki hvert hann væri að fara. Við skerpum á reglunum þegar í harðbakkann slær en við munum slaka á því þegar staðan batnar og það er það sem er að gerast núna."

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, bætti við: „Eins og Þórólfur sagði þá er væntanlegt í tillögum hans að opnað verði fyrir íþróttir með snertingu. Grunnurinn af því er mjög ítarlegar reglur sem KSÍ hafa sett um framkvæmd knattspyrnuleikja ásamt ÍSI."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner