Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 10. ágúst 2022 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Cillessen nýr liðsfélagi Andri Fannars (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Hollenski markvörðurinn Jasper Cillessen er kominn aftur til uppeldisfélags síns NEC Nijmegen eftir þrjú ár hjá Valencia.


Cillessen er 33 ára gamall og lék fyrir Ajax og Barcelona eftir að hafa byrjað ferilinn með Nijmegen.

Hann á 63 landsleiki að baki fyrir Holland og lék 17 leiki fyrir Valencia á síðustu leiktíð.

Cillessen verður mikill liðsstyrkur fyrir Nijmegen og mun líklega vera fljótur að taka byrjunarliðssætið af Mattijs Branderhorst sem hefur verið aðalmarkvörður síðustu ár.

Andri Fannar Baldursson er hjá Nijmegen að láni frá Bologna. Hann fékk aðeins þrjár mínútur í 0-1 tapi gegn FC Twente í fyrstu umferð hollenska deildartímabilsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner