Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
   mið 10. ágúst 2022 20:10
Ívan Guðjón Baldursson
Láki: Dómarinn gerir stór mistök - Aldrei rautt spjald
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorlákur Már Árnason var að vonum svekktum eftir tapleik Þórs á Selfossi en þó stoltur af sínum mönnum sem voru leikmanni færri í tæpa klukkustund. Hann telur rauða spjaldið sem Erlendur Eiríksson dómari gaf í leiknum ekki hafa átt rétt á sér.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Þór

Selfoss var betra liðið í svo mikið sem tíu mínútur eftir rauða spjaldið en þegar seinni hálfleikur var flautaður á ríkti aftur jafnræði á vellinum. Selfoss stóð að lokum uppi sem sigurvegari eftir að Gary Martin skoraði með viðstöðulausu skoti eftir útspark frá markmanni.

„Ég er bara stoltur af liðinu, við spiluðum vel og vorum ekki síðri aðilinn þrátt fyrir að vera einum færri. Ég er svekktur en mjög stoltur af strákunum. Við vorum með mikla yfirburði í byrjun leiks og áttum að klára þetta þá. Við misnotuðum alltof mörg færi, við erum að misnota algjör dauðafæri," sagði Þorlákur Már, eða Láki, að leikslokum.

Hermann Helgi Rúnarsson var rekinn af velli með beint rautt spjald á 36. mínútu fyrir að brjóta af sér sem aftasti varnarmaður en hann var sárasaklaus því liðsfélagi hans Orri Sigurjónsson var sá sem framdi brotið. Erlendur Eiríksson dómari rak því rangan mann af velli en Láki segir að dómurinn hafi verið rangur til að byrja með, sama hver fékk spjaldið.

„Ég veit ekki hvað það var," svaraði Láki með spjaldaruglinginn og hélt svo áfram „en Tokic var að fara frá markinu þannig þetta er aldrei rautt spjald. Þetta er ákvörðun sem dómari þarf að taka á einhverjum sekúndubrotum þegar hann hafði ekki einu sinni hugmynd um hver hafði brotið af sér. Hefði hann verið sloppinn í gegn þá væri þetta klárt rautt en hann er að tékka til baka og lendir á miðjumanni. Dómarinn gerir stór mistök þarna en það var bara áskorun fyrir okkur að spila manni færri í fyrsta skipti í sumar og ég er þvílíkt ánægður með hvernig strákarnir leystu það."

Þessi leikur minnti Láka á fyrri leikinn gegn Selfossi þar sem hann taldi Gary Martin vera heppinn að hanga á vellinum allan tímann.

„Þetta fær mig til að hugsa um fyrri leikinn gegn Selfossi þegar Gary Martin átti að fá rautt spjald í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik en svo endum við með rautt spjald hérna á móti þeim. En það er bara áfram veginn og leikur aftur á sunnudaginn."


Athugasemdir
banner
banner
banner