Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   mið 10. ágúst 2022 20:10
Ívan Guðjón Baldursson
Láki: Dómarinn gerir stór mistök - Aldrei rautt spjald
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorlákur Már Árnason var að vonum svekktum eftir tapleik Þórs á Selfossi en þó stoltur af sínum mönnum sem voru leikmanni færri í tæpa klukkustund. Hann telur rauða spjaldið sem Erlendur Eiríksson dómari gaf í leiknum ekki hafa átt rétt á sér.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Þór

Selfoss var betra liðið í svo mikið sem tíu mínútur eftir rauða spjaldið en þegar seinni hálfleikur var flautaður á ríkti aftur jafnræði á vellinum. Selfoss stóð að lokum uppi sem sigurvegari eftir að Gary Martin skoraði með viðstöðulausu skoti eftir útspark frá markmanni.

„Ég er bara stoltur af liðinu, við spiluðum vel og vorum ekki síðri aðilinn þrátt fyrir að vera einum færri. Ég er svekktur en mjög stoltur af strákunum. Við vorum með mikla yfirburði í byrjun leiks og áttum að klára þetta þá. Við misnotuðum alltof mörg færi, við erum að misnota algjör dauðafæri," sagði Þorlákur Már, eða Láki, að leikslokum.

Hermann Helgi Rúnarsson var rekinn af velli með beint rautt spjald á 36. mínútu fyrir að brjóta af sér sem aftasti varnarmaður en hann var sárasaklaus því liðsfélagi hans Orri Sigurjónsson var sá sem framdi brotið. Erlendur Eiríksson dómari rak því rangan mann af velli en Láki segir að dómurinn hafi verið rangur til að byrja með, sama hver fékk spjaldið.

„Ég veit ekki hvað það var," svaraði Láki með spjaldaruglinginn og hélt svo áfram „en Tokic var að fara frá markinu þannig þetta er aldrei rautt spjald. Þetta er ákvörðun sem dómari þarf að taka á einhverjum sekúndubrotum þegar hann hafði ekki einu sinni hugmynd um hver hafði brotið af sér. Hefði hann verið sloppinn í gegn þá væri þetta klárt rautt en hann er að tékka til baka og lendir á miðjumanni. Dómarinn gerir stór mistök þarna en það var bara áskorun fyrir okkur að spila manni færri í fyrsta skipti í sumar og ég er þvílíkt ánægður með hvernig strákarnir leystu það."

Þessi leikur minnti Láka á fyrri leikinn gegn Selfossi þar sem hann taldi Gary Martin vera heppinn að hanga á vellinum allan tímann.

„Þetta fær mig til að hugsa um fyrri leikinn gegn Selfossi þegar Gary Martin átti að fá rautt spjald í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik en svo endum við með rautt spjald hérna á móti þeim. En það er bara áfram veginn og leikur aftur á sunnudaginn."


Athugasemdir
banner