Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   lau 10. ágúst 2024 18:13
Sölvi Haraldsson
„10 töp í 11 leikjum gera mig að slökum þjálfara“
Lengjudeildin
„Ef þú þarft að skrifa það, skrifaðu það, engar áhyggjur.“
„Ef þú þarft að skrifa það, skrifaðu það, engar áhyggjur.“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þetta er mjög svekkjandi tap. Við getum ekki verið með neinar afsakanir eftir svona leik. Mér fannst við spila allt í lagi í dag. Það er erfitt að vera ósammála því. Planið þeirra gekk mjög vel, þeir vörðust vel og skoruðu þrjú mörk. Vel gert hjá þeim, þeir fara með öll stigin heim en við sitjum hérna heima vonsviknir.“ sagði Chris Brazell, þjálfari Gróttu, eftir 3-2 tap gegn Dalvík/Reyni á heimavelli í dag.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Dalvík/Reynir

Chris er vonsvikinn með tapið og segir að þetta hafi getað dottið öðru hvoru meginn.

Þetta er mjög súrt. En þetta er eins og það er. Þú getur ekki breytt þessu. Það er okkar vinna að snúa þessu við. Stærðfræðin segir að þetta er bara viku barátta. Við þurfum bara að sleikja sárin, þessi leikur gat dottið öðru hvoru meginn. Á morgun þurfum við að vakna og halda áfram.

Gróttumenn gerðu tilkall í vítaspyrnu nokkrum sinnum án árangurs undir lok leiks.

Dómarinn dæmdi leikinn ekki vel fyrir bæði lið. Þetta var ekki góð frammistaða hjá dómaranum í svona leik. Þetta er mjög jafn leikur, fallbaráttuslagur, bæði lið geta sagt að þetta var ekki vel dæmt og línan var mjög óskýr. Við hefðum getað fengið víti og þeir aukaspyrnur, við gætum talað um þetta út vikuna. Við spiluðum samt ekki vel í dag og það er svekkjandi að tapa. En þangað til ég hætti að þjálfa mun ég halda áfram að berjast, þangað til ég verð áttræður.“

Er Chris áhyggjufullur fyrir komandi leikjum?

Þú spyrð þessa spurningu, maður er alltaf að fara að vera áhyggjufullur þegar maður tapar 10 sinnum í 11 leikjum. Ég tek mikla ábyrgð, ég þjálfa liðið. 10 töp í 11 leikjum gera mig að slökum þjálfara. Ég tek þetta á mig. Ef þú þarft að skrifa það, skrifaðu það, engar áhyggjur.“ sagði Chris Brazell að lokum.

Viðtalið við Chris má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner