Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 10. ágúst 2024 18:13
Sölvi Haraldsson
„10 töp í 11 leikjum gera mig að slökum þjálfara“
Lengjudeildin
„Ef þú þarft að skrifa það, skrifaðu það, engar áhyggjur.“
„Ef þú þarft að skrifa það, skrifaðu það, engar áhyggjur.“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þetta er mjög svekkjandi tap. Við getum ekki verið með neinar afsakanir eftir svona leik. Mér fannst við spila allt í lagi í dag. Það er erfitt að vera ósammála því. Planið þeirra gekk mjög vel, þeir vörðust vel og skoruðu þrjú mörk. Vel gert hjá þeim, þeir fara með öll stigin heim en við sitjum hérna heima vonsviknir.“ sagði Chris Brazell, þjálfari Gróttu, eftir 3-2 tap gegn Dalvík/Reyni á heimavelli í dag.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Dalvík/Reynir

Chris er vonsvikinn með tapið og segir að þetta hafi getað dottið öðru hvoru meginn.

Þetta er mjög súrt. En þetta er eins og það er. Þú getur ekki breytt þessu. Það er okkar vinna að snúa þessu við. Stærðfræðin segir að þetta er bara viku barátta. Við þurfum bara að sleikja sárin, þessi leikur gat dottið öðru hvoru meginn. Á morgun þurfum við að vakna og halda áfram.

Gróttumenn gerðu tilkall í vítaspyrnu nokkrum sinnum án árangurs undir lok leiks.

Dómarinn dæmdi leikinn ekki vel fyrir bæði lið. Þetta var ekki góð frammistaða hjá dómaranum í svona leik. Þetta er mjög jafn leikur, fallbaráttuslagur, bæði lið geta sagt að þetta var ekki vel dæmt og línan var mjög óskýr. Við hefðum getað fengið víti og þeir aukaspyrnur, við gætum talað um þetta út vikuna. Við spiluðum samt ekki vel í dag og það er svekkjandi að tapa. En þangað til ég hætti að þjálfa mun ég halda áfram að berjast, þangað til ég verð áttræður.“

Er Chris áhyggjufullur fyrir komandi leikjum?

Þú spyrð þessa spurningu, maður er alltaf að fara að vera áhyggjufullur þegar maður tapar 10 sinnum í 11 leikjum. Ég tek mikla ábyrgð, ég þjálfa liðið. 10 töp í 11 leikjum gera mig að slökum þjálfara. Ég tek þetta á mig. Ef þú þarft að skrifa það, skrifaðu það, engar áhyggjur.“ sagði Chris Brazell að lokum.

Viðtalið við Chris má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner