Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 10. september 2019 14:11
Elvar Geir Magnússon
Íranska konan sem kveikti í sér er látin
Mynd: Getty Images
Íranska konan sem kveikti í sér fyrir utan dómshús í síðustu viku er látin.

Konan, sem kölluð er Sahar í fjölmiðlum, hafði mikinn fótboltaáhuga og reyndi að smygla sér inn á fótboltaleik í Íran.

Kvenmenn í Íran mega ekki mæta á kappleiki þar sem karlmenn eru að spila.

Sahar var handtekin, kærð og skylduð til að mæta fyrir dóm. Sahar labbaði þá út og kveikti í sér fyrir utan dómshúsið. Hún var flutt á spítala en lést af sárum sínum.

Sahar hefur áður komist í kast við lögin í Íran fyrir að klæðast ekki hefðbundnum klæðnaði og fyrir að streitast gegn lögreglu.

FIFA hefur sett þrýsting á ríkisstjórnina í Íran að leyfa kvenfólki að fara á fótboltaleiki en sá þrýstingur hefur enn ekki skilað tilætluðum árangri.
Athugasemdir
banner
banner