Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 10. október 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir Már bjóst ekki við að vera valinn - „Hélt sem betur fer áfram að æfa"
Icelandair
Birkir Már á landsliðsæfingu í júní
Birkir Már á landsliðsæfingu í júní
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson er í landsliðshópnum hjá íslenska landsliðinu sem mætir því franska og liði Andorra í tveimur landsleikjum. Fyrst mætir liðið Frökkum á föstudagskvöld og svo Andorra á mánudagskvöld.

Birkir Már var ekki í landsliðshópnum í síðasta landsliðsverkefni og sagðist ekki hafa búist við því að vera valinn í þetta verkefni.

„Ég hélt sem betur fer áfram að æfa eftir síðasta leik," sagði Birkir við Fótbolti.net í gær.

Hann er feginn að hafa haldið áfram að æfa eftir að tímabilinu lauk á Íslandi en Birkir er á mála hjá Val í Pepsi-Max deildinni.

„Ég hélt að ég yrði ekki valinn í hópinn en ákvað að æfa áfram. Ég er í góðu leikformi og góðu formi yfir höfuð," sagði Birkir að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Birkir Már: Býst við að sitja á bekknum
Athugasemdir
banner
banner