Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 10. október 2021 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: Evrópumeistararnir lögðu Belgíu að velli
Evrópumeistararnir tóku þriðja sætið.
Evrópumeistararnir tóku þriðja sætið.
Mynd: EPA
Ítalía 2 - 1 Belgía
1-0 Nicolo Barella ('46 )
2-0 Domenico Berardi ('65 )
2-1 Charles De Ketelaere ('86 )

Evrópumeistarar Ítalíu höfðu betur gegn Belgíu í leiknum um þriðja sætið í Þjóðadeildinni.

Það var ekki nein rosalega spenna fyrir leiknum. „Að enda í þriðja eða fjóra sæti í Þjóðadeildinni er ekki áhugavert fyrir neinn. Þetta er tilgangslaus leikur, ég veit ekki afhverju það er verið að spila hann," sagði Thibaut Courtois, markvörður Belgíu, fyrir leikinn.

Það voru samt sem áður tvö góð lið að mætast. Fyrri hálfleikurinn var markalaus en snemma í þeim seinni skoraði Nicolo Barella fyrsta markið fyrir Ítalíu.

Domenico Berardi bætti svo við öðru marki. Charles De Ketelaere minnkaði muninn fyrir Belgíu en það var of lítið, of seint.

Lokatölur 2-1 fyrir Ítalíu, sem endar í þriðja sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Klukkan 18:45 í kvöld mætast Spánn og Frakkland í úrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner