Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mán 10. október 2022 22:13
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Óska Blikum innilega til hamingju með verðskuldaðan titil
,,Vorum mjög barnalegir hvernig við nálguðumst seinni hálfleikinn''
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar heimsóttu Stjörnumenn í loka leik 2.umferðar úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld á Samsungvellinum.

Víkingar þurftu nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda í tölfræðilegan möguleika á að geta varið Íslandsmeistaratitilinn en Stjörnumenn hafa reynst Víkingum gríðarlega erfiðir í sumar.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Víkingur R.

„Ég vill byrja á að óska Blikum innilega til hamingju með verðskuldaðan titil." Byrjaði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga á að segja eftir leik.

„Hvað okkur varðar þá bara eftir fyrri hálfleikinn var í raun ótrúlegt að við skulum ekki hafa verið þrjú, fjögur núll yfir og svolítið saga okkar í sumar á móti Stjörnunni en eftir að fyrsta markið kom hef ég ekki aðmennilega skýringu á því hvað gerðist, hvort að það hafi bara slökknað á mönnum en seinni hálfleikur var einfaldlega bara svolítið slakur af okkar hálfu. Við vorum mjög barnalegir hvernig við nálguðumst seinni hálfleikinn og í staðin fyrir að þreyta þá meira þá fór þetta bara í einhvern ping pong fótbolta sem mér hugnaðist alls ekki." 

„Það voru svo mikið af færum í fyrri hálfleik og þá vilja allir skora og í staðin fyrir að spila eins og lið þá spiluðum við eins og einstaklingar. Þetta var svo gaman einhvernveginn og að fá færi, þetta minnti mann svolítið á 6.flokks leiki í gamla daga. Þetta var svolítið svona ping pong leikur og örugglega mjög skemmtilegur á að horfa en fyrir mig sem þjálfara var þetta martröð."

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkinga í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner