Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mán 10. október 2022 18:42
Brynjar Ingi Erluson
„Hann hendir sér niður eins og stunginn grís"
Matthías fellur niður eftir viðskipti við Gyrði Hrafn.
Matthías fellur niður eftir viðskipti við Gyrði Hrafn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gyrðir var ekki sáttur við Matta Vill sem fagnar hér að hafa skorað úr vítinu.
Gyrðir var ekki sáttur við Matta Vill sem fagnar hér að hafa skorað úr vítinu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, leikmaður Leiknis, var ekki als kosta sáttur við dómgæsluna í 4-2 tapinu gegn FH í Bestu deildinni í dag, en hann fékk á sig víti eftir sextán mínútur.

Lestu um leikinn: FH 4 -  2 Leiknir R.

Leiknismenn lentu tveimur mörkum undir snemma leiks áður en liðið kom til baka með marki frá Zean Dalügge.

Matthías Vilhjálmsson bætti við tveimur til viðbótar í þeim síðari og kláraði þrennu sína áður en Leiknismenn klóruðu í bakkann með sárabótarmarki.

„Ætluðum að byrja mun betur og komum ekki með power í leikinn og vorum smá sofandi. Þegar þeir voru með yfirtökin fyrstu tuttugu mínúturnar en svo komumst við inn í leikinn og létum boltann ganga vel. Hefðum viljað skapa aðeins meira fram á við en annars frekar jafn leikur. Í seinni hálfleik voru þeir aðeins betri fyrstu fimmtán og svo tökum við yfir leikinn en við náum ekki að koma boltanum yfir línuna og þeir ná því tvisvar. Vel gert hjá þeim," sagði Gyrðir við Fótbolta.net.

Á 16. mínútu fékk Gyrðir dæmt á sig víti eftir baráttu við Matthías í teignum. Hann skilur ekkert í dómgæslunni.

„Mér finnst það galið. Ég sparka í boltann og boltinn fer þangað sem ég er að sparka og ég veit ekki hvernig Matti getur sparkað þangað en þetta er galið. Aldrei víti finnst mér.

„Hann hendir sér niður eins og stunginn grís. Þetta er galið og dómarinn á að sjá þetta. Boltinn fer greinilega þangað og maðurinn getur ekki sparkað þangað. Kannski lélegt hjá dómaranum en leiðinlegt,"
sagði Gyrðir.

Hann segir jafnframt að liðið hafi ekki verið að fylgja uppleggi í byrjun leiks en það hafi lagast. Nú er það að bretta upp ermar og gera sig klára fyrir síðustu þrjá leikina en Leiknir er í næst neðsta sæti með 20 stig.

„Jújú, við vorum alveg að fylgja uppleggi en vorum í brasi með að koma honum upp. Eftir tuttugu mínútur fór boltinn að ganga betur eftir að við fórum að senda boltann aftur fyrir þá og þeir í basli með það. Við héldum bara áfram að gera það og uppleggið gekk allt í lagi. Siggi lagði hann vel upp."

„Það eru þrír leikir eftir og næst Skaginn heima. Þrjú stig sem við þurfum að taka svo Fram. Þetta er ekki búið; nei, nei, nei,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner