Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
banner
   mán 10. október 2022 18:42
Brynjar Ingi Erluson
„Hann hendir sér niður eins og stunginn grís"
Matthías fellur niður eftir viðskipti við Gyrði Hrafn.
Matthías fellur niður eftir viðskipti við Gyrði Hrafn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gyrðir var ekki sáttur við Matta Vill sem fagnar hér að hafa skorað úr vítinu.
Gyrðir var ekki sáttur við Matta Vill sem fagnar hér að hafa skorað úr vítinu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, leikmaður Leiknis, var ekki als kosta sáttur við dómgæsluna í 4-2 tapinu gegn FH í Bestu deildinni í dag, en hann fékk á sig víti eftir sextán mínútur.

Lestu um leikinn: FH 4 -  2 Leiknir R.

Leiknismenn lentu tveimur mörkum undir snemma leiks áður en liðið kom til baka með marki frá Zean Dalügge.

Matthías Vilhjálmsson bætti við tveimur til viðbótar í þeim síðari og kláraði þrennu sína áður en Leiknismenn klóruðu í bakkann með sárabótarmarki.

„Ætluðum að byrja mun betur og komum ekki með power í leikinn og vorum smá sofandi. Þegar þeir voru með yfirtökin fyrstu tuttugu mínúturnar en svo komumst við inn í leikinn og létum boltann ganga vel. Hefðum viljað skapa aðeins meira fram á við en annars frekar jafn leikur. Í seinni hálfleik voru þeir aðeins betri fyrstu fimmtán og svo tökum við yfir leikinn en við náum ekki að koma boltanum yfir línuna og þeir ná því tvisvar. Vel gert hjá þeim," sagði Gyrðir við Fótbolta.net.

Á 16. mínútu fékk Gyrðir dæmt á sig víti eftir baráttu við Matthías í teignum. Hann skilur ekkert í dómgæslunni.

„Mér finnst það galið. Ég sparka í boltann og boltinn fer þangað sem ég er að sparka og ég veit ekki hvernig Matti getur sparkað þangað en þetta er galið. Aldrei víti finnst mér.

„Hann hendir sér niður eins og stunginn grís. Þetta er galið og dómarinn á að sjá þetta. Boltinn fer greinilega þangað og maðurinn getur ekki sparkað þangað. Kannski lélegt hjá dómaranum en leiðinlegt,"
sagði Gyrðir.

Hann segir jafnframt að liðið hafi ekki verið að fylgja uppleggi í byrjun leiks en það hafi lagast. Nú er það að bretta upp ermar og gera sig klára fyrir síðustu þrjá leikina en Leiknir er í næst neðsta sæti með 20 stig.

„Jújú, við vorum alveg að fylgja uppleggi en vorum í brasi með að koma honum upp. Eftir tuttugu mínútur fór boltinn að ganga betur eftir að við fórum að senda boltann aftur fyrir þá og þeir í basli með það. Við héldum bara áfram að gera það og uppleggið gekk allt í lagi. Siggi lagði hann vel upp."

„Það eru þrír leikir eftir og næst Skaginn heima. Þrjú stig sem við þurfum að taka svo Fram. Þetta er ekki búið; nei, nei, nei,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner