Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   mán 10. október 2022 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
KISS
Hafliði Breiðfjörð
Sigur í venjulegum tíma eða framlengingu á morgun þýðir sæti á HM en sigur í vítaspyrnukeppni þýðir flókið umspil í Nýja sjálandi.
Sigur í venjulegum tíma eða framlengingu á morgun þýðir sæti á HM en sigur í vítaspyrnukeppni þýðir flókið umspil í Nýja sjálandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður Breiðablik sófameistari í kvöld?
Verður Breiðablik sófameistari í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í annað sinn í úrslitakeppninni eiga ÍBV og FH leiki skömmu eftir hádegi á virkum degi.
Í annað sinn í úrslitakeppninni eiga ÍBV og FH leiki skömmu eftir hádegi á virkum degi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afhverju var ekki gert ráð fyrir liði úr Bestu-deild karla í úrslitaleik Mjólkurbikarsins?
Afhverju var ekki gert ráð fyrir liði úr Bestu-deild karla í úrslitaleik Mjólkurbikarsins?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK endaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar og er komið í Bestu-deildina. Á næsta ári er 2. sætið ekki gefið sæti í Bestu-deildinni, fyrst þarf umspil.
HK endaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar og er komið í Bestu-deildina. Á næsta ári er 2. sætið ekki gefið sæti í Bestu-deildinni, fyrst þarf umspil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eitt af því besta við fótboltann var alltaf hvað allt mótafyrirkomulag var einfalt og auðvelt að skilja. Lið mættust bara heima og að heiman og sá sem hafði besta stöðu eftir leikina stóð uppi sem sigurvegari.


Nú er hinsvegar öldin önnur og fótboltamót verða flóknari og flóknari. Meira að segja svo flókin að fjölmiðlafólk sem vinnur við að fjalla um mótin, og koma þeim áfram til almennings, þurfa að hafa sig öll við að skilja þau.

Allt eða ekkert undir í Albaníu?
Þetta mátti til dæmis sjá í Þjóðadeildinni á dögunum þegar íslenskir fjölmiðlar sem hafa verið duglegir að fylgja íslensku landsliðunum ákváðu að fara ekki eftir íslenska karlalandsliðinu til Albaníu í tilgangslausan leik enda ekki lengur hægt að vinna riðilinn og komast upp.

KSÍ hafði þá afar ólíka skoðun á mikilvægi leiksins og deildi ítrekað grein með fyrirsögninni „Allt undir í Albaníu" á miðlum sambandsins. Þar var útskýrt með sparðatíning afhverju sambandinu fannst leikurinn skipti miklu máli.

Sigur þýðir HM sæti eða umspil í Nýja Sjálandi
Kvennalandslið Íslands leikur á morgun umspilsleik um sæti á HM 2023 og skipulag á þeim leik er enn einn flækjufóturinn í skipulagi.

Í venjulegu kerfi hefði verið dregið um mótherja og spilað hefði verið heima og að heiman um sæti á HM. Því er aldeilis ekki fyrir að fara núna.

Það skýrðist ekki fyrr en á föstudagskvöldið hverjum Ísland ætti að mæta.  Liði Portúgals á útivelli í einum umspilsleik sem færi fram fimm dögum síðar. Nei ekki heima og að heiman, heldur bara á útivelli.

Þetta skipulag virðist gert til að hindra stuðningsmenn í að fylgja sínu liði. Til allrar lukku kom Icelandair þar til bjargar með því að senda sérstaka vél með stuðingsmenn frá Íslandi til Portúgals.

Leikið verður til þrautar í Portúgal á morgun en þó er það ekki gefið að liðið sem vinnur leikinn fari á HM. Ástæðan er að sigur í venjulegum leiktíma eða framlengingu færir okkur HM sætið, en ef við myndum vinna í vítaspyrnukeppni þá förum við í flókið umspil í Nýja Sjálandi í febrúar. Án gríns.

Gleymdist að gera ráð fyrir liðum í Bestu-deild í bikarúrslitum?
Það eru þó ekki bara UEFA og FIFA sem eru farin að flækja mótafyrirkomulagið því við erum þegar farin að finna fyrir því hér á landi líka.

Í fyrsta sinn er nú leikið í úrslitakeppni í Bestu-deild karla en mótið hófst um þarsíðustu helgi. Af einhverri undarlegri ástæðu var ákveðið að hefja keppni í úrslitakeppni um sömu helgi og leikið var til úrslita í Mjólkurbikar karla og virðist sem það hafi gleymst að gera ráð fyrir að lið úr Bestu-deildinni kæmist í bikarúrslit.

Þetta varð til þess að sækja þurfti um undanþágu frá UEFA til að spila leik Víking og Vals á miðvikudegi, á sama tíma og Meistaradeild Evrópu en leikur ÍBV og FH þurfti að fara fram klukkan 15:30 þegar fólk er í vinnu og skóla.

Sú saga endurtekur sig svo aftur í dag þegar ÍBV og FH sem róa lífróður í mótinu eiga leiki klukkan 15:15 á mánudegi útaf óveðri um helgina. Aftur spilað á tíma sem stuðningsmenn eru í vinnu og skóla. Má kannski velta fyrir sér fyrir hvern þessi lenging á mótinu er gerð ef ekki átti að gera stuðningsmönnum mögulegt að mæta.

Í efri hlutanum gæti Breiðablik svo orðið sófameistari í kvöld takist Víkingum ekki að vinna Stjörnuna. Ef það gengur eftir er ljóst að enginn leikur mun skipta máli í þeim þremur umferðum sem eftir verða í efri hlutanum því bæði Víkingur og KA hafa tryggt sér hin Evrópusætin sem eru í boði.

Fer liðið í 5. sæti í Bestu-deildina
Við erum samt ekki hætt að flækja málin því nýtt fyrirkomulag mun taka gildi í Lengjudeild karla á næsta ári. Fyrirkomulag sem er beinlínis ósanngjarnt og alls ekki til að einfalda skilning stuðningsmanna á mótahaldinu.

Í Lengjudeild karla taldi fólk þurfa að fjölga leikjum en niðurstaðan var að bara fjögur lið fá fleiri leiki, liðin í 2. - 5. sæti spila í umspili um sæti í Bestu-deildinni. Þannig gæti eitt rautt spjald, eða einn rokleikur ráðið úrslitum um það að lið sem endaði í 5. sæti fari upp á kostnað liðs sem vann flesta leiki sína.

Ef við skoðum mótið í ár þá endaði HK í 2. sæti með 46 stig en Kórdrengir í 5. sæti með 33 stig. Ef þetta mótafyrirkomulag hefði verið tekið gildi þá hefði lið 13 stigum frá 2. sætinu bara þurft tvo leiki til að verða Bestu-deildar lið.

KISS
Áhorfendum fer fækkandi bæði í íslenska boltanum sem og á landsleiki Íslands. Getur verið að það hafi fælandi áhrif þegar almenningur skilur ekki mótin?

Sé nema von að maður leiti í hið gamla bandaríska máltæki. „Keep it simple, stupid!" (KISS).


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner