Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   mán 10. október 2022 22:21
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Örn: Þeir eru meistarar frá því í fyrra og það vilja allir vinna þá
Óskar Örn Hauksson leikmaður Stjörnunnar
Óskar Örn Hauksson leikmaður Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjörnumenn tóku á móti Víkingum þegar loka leikur 2.umferðar úrslitakeppni Bestu deildar karla lauk í kvöld.

Stjörnumenn hafa haft gott tak á Víkingum í sumar og þar varð enginn breyting á í kvöld þegar liðin mættust á Samsungvellinum í Garðabæ.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Víkingur R.

„Mjög góð. Kannski búið að vera lítið af sigrum undanfarið þannig bara virkilega gaman að vinna mjög gott lið Víkinga." Sagði Óskar Örn Hauksson annar markaskorara Stjörnumanna í kvöld.

Stjörnumenn hafa verið svolítið gagnrýndir fyrir það að brotna þegar þeir lenda undir en þeir sýndu mikinn karakter í kvöld að koma tilbaka og snúa leiknum sér í hag.

„Ég á svo sem eftir að fara yfir hvernig þetta hefur verið í sumar en við svörum bara strax eftir að hafa lent undir og komumst svo yfir þegar það er korter eftir eða eitthvað þannig bara virkilega sterkt að koma tilbaka í kvöld."

Stjörnumenn enda sumarið gegn Víkingum með 7 stig af 9 mögulegum en Óskar Örn var ekki klár á því hver væri endilega lykillinn af velgengninni. 

„Þegar stórt er spurt... Gaman að spila á móti góðum liðum, menn gíra sig í gang og þeir eru nátturlega meistarar frá því í fyrra og það vilja allir vinna þá. Við kannski match-um bara vel upp á móti þeim."

Nánar er rætt við Óskar Örn Hauksson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner