Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   fim 10. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stór fíll í herberginu hjá Liverpool
Salah er að verða samningslaus eftir tímabil.
Salah er að verða samningslaus eftir tímabil.
Mynd: Getty Images
„Það er fíll í herberginu hjá Liverpool."

Svona hefst grein sem David Anderson, fréttamaður Mirror, skrifar í dag. Þar vekur hann athygli á því að þrír mikilvægustu leikmenn Liverpool séu að verða samningslausir og það heyrist ekkert í tengslum við það.

Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk eru allir að renna út á samningi eftir tímabilið.

Liverpool hefur farið frábærlega af stað undir stjórn Arne Slot og er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en það hangir dökkt ský yfir félaginu út af þessum samningamálum.

„Þeir eru ekki bara þrír toppleikmenn, heldur þrír bestu og mikilvægustu leikmennirnir hjá Liverpool. Það er ómögulegt að hugsa um Liverpool án þeirra á næstu leiktíð, en það er mjög raunverulegur möguleiki," skrifar Anderson.

Hann segir að Liverpool hafi ekkert viljað tjá sig um þessi mál en það búi til sögusagnir. „Og stuðningsmenn Liverpool bíða og vona eftir einhverjum jákvæðum fréttum."

Salah hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu og Alexander-Arnold er efstur á óskalista Real Madrid.

„Peningar ættu ekki að vera vandamál þar sem Liverpool þénaði 42,8 milljónir punda í sumarfélagaskiptaglugganum. Að skipta um þremenningana myndi kosta líklega 200 milljónir punda. En geta þeir sannfært Salah, Alexander-Arnold og Van Dijk um að framtíð þeirra ætti að vera á Anfield? Það er spurningin sem allir Liverpool aðdáendur eru örvæntingarfullir að sjá svarað þar sem klukkan heldur áfram að tikka niður," segir Anderson að lokum en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist hjá þessum þremur frábæru leikmönnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner