
„Úfff. Þetta var mjög skrítinn leikur. Einn skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi," sagði Sævar Atli Magnússon eftir 3-5 tapið gegn Úkraínu.
„Þeir fengu ekki mikið af opnum færum. Ef það voru einhverjir sem fengu opin færi þá voru það við. Ef þeir hefðu klúðrað þessum skotum hefði enginn verið að tala um þessi færi. Mjög skrítinn leikur, mér fannst við alveg spila vel, sérstaklega í fyrri hálfleik."
„Þeir fengu ekki mikið af opnum færum. Ef það voru einhverjir sem fengu opin færi þá voru það við. Ef þeir hefðu klúðrað þessum skotum hefði enginn verið að tala um þessi færi. Mjög skrítinn leikur, mér fannst við alveg spila vel, sérstaklega í fyrri hálfleik."
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 5 Úkraína
„Við þurfum að vera klókari. Staðan var 1-1 þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik (og staðan svo 1-3 í hálfleik) og svo vinnum við okkur til baka í 3-3. Eithvað sem við þurfum kannski að endurskoða aðeins."
„Stemningin var með okkur á vellinum og við hefðum átt að nýta okkur það."
Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir