Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 10. desember 2019 19:04
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Jorginho kemur inn fyrir Mount
Frank Lampard breytir aðeins til í byrjunarliði Chelsea fyrir leik kvöldsins gegn Lille í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Leikurinn er afar mikilvægur fyrir Chelsea sem getur tryggt sig í 16-liða úrslitin með sigri. Jafntefli gæti nægt liðinu ef Valencia tapar á útivelli gegn Ajax.

Lampard gerir þrjár breytingar á liðinu sem tapaði fyrir Everton um helgina. Antonio Rudiger er búinn að ná sér af meiðslum og kemur inn í hjarta varnarinnar fyrir Andreas Christensen.

Emerson Palmieri kemur þá inn fyrir Reece James í bakvörðinn og Jorginho byrjar á miðjunni í stað Mason Mount.

Lille er aðeins með eitt stig á botni riðilsins en í byrjunarliði Frakkanna má finna Loic Remy, fyrrum leikmann Chelsea, og Renato Sanches, fyrrum lánsmann hjá Swansea.

Victor Osimhen, besti leikmaður Lille í haust, er á bekknum. Verið er að hvíla hann fyrir næstu umferð í franska boltanum þar sem möguleikar Lille í Evrópu eru úti.

Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Rudiger, Zouma, Emerson, Kovacic, Jorginho, Kante, Willian, Pulisic, Abraham
Varamenn: Caballero, Christensen, Barkley, Mount, Hudson-Odoi, Batshuayi, James

Lille: Maignan, Djalo, Gabriel, Maia, Soumare, Pied, Zeka, Araujo, Yazici, Celik, Remy
Varamenn: Cesar, Fonte, Osimhen, Ikone, Bamba, Renato Sanches, Bradaric



Inter tekur þá á móti Barcelona í F-riðli. Heimamenn mæta með sitt sterkasta lið þó nokkrir lykilmenn séu fjarverandi vegna meiðsla.

Gestirnir frá Barca mæta hins vegar til leiks með varalið enda búnir að tryggja sér toppsæti riðilsins. Antoine Griezmann byrjar og er Luis Suarez á bekknum en Lionel Messi fær frí, rétt eins og aðrir lykilmenn Börsunga.

Inter þarf sigur til að tryggja sér annað sætið. Dortmund er með jafn mörg stig en verri markatölu í innbyrðisviðureignum.

Inter: Handanovic, D'Ambrosio, Godin, de Vrij, Skriniar, Biraghi, Vecino, Brozovic, Valero, Martinez, Lukaku
Varamenn: Padelli, Dimarco, Bastoni, Lazaro, Esposito, Politano, Candreva

Barcelona: Neto, Todibo, Lenglet, Umtiti, Wague, Rakitic, Vidal, Firpo, Perez, Griezmann, Alena
Varamenn: ter Stegen, Busquets, Cabrera, Araujo, de Jong, Fati, Suarez



Ajax: Onana, Veltman, Alvarez, Van De Beek, Tadic, Mazraoui, Blind, Martinez, Ziyech, Lang, Tagliafico

Valencia: Domenech, Gabriel, Soler, Gameiro, Parejo, Diakhaby, Gaya, Coquelin, Wass, Rodrigo Moreno, Ferran
Athugasemdir