þri 10. desember 2019 11:29
Elvar Geir Magnússon
Klopp reiddist út í túlk á fréttamannafundi
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, reiddist út í túlk á fréttamannafundi í Austurríki gær. RB Salzburg og Liverpool eigast við í mikilvægum Meistaradeildarleik í kvöld.

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var með á fundinum en þýskumælandi túlkur þýddi orð hans rangt.

Túlkurinn sagði að Henderson hefði talað um að leikmenn Liverpool myndu mæta afslappaðir til leiks þegar hann var í raun að tala um að leikurinn yrði alls ekki auðveldur.

„Þetta er algjör skita þegar túlkur situr við hlið þjálfara sem talar þýsku," sagði Klopp þá reiður.

„Þú ættir að hlusta. Annars get ég bara séð um þetta. Þetta er ekki flókið."

Myndband af atvikunu má sjá hér að neðan:


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner