Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 10. desember 2019 22:18
Ívan Guðjón Baldursson
Þór fær besta leikmann Völsungs (Staðfest)
Mynd: Völsungur.is
Þór er búinn að tryggja sér þjónustu Kaelon Fox sem var valinn besti leikmaður ársins hjá Völsungi.

Kaelon er fjölhæfur leikmaður og spilaði sem varnarmaður í liði Völsungs sem endaði um miðja 2. deild í sumar.

Kaelon er 24 ára gamall Bandaríkjamaður og getur meðal annars spilað sem hægri bakvörður, miðvörður og djúpur miðjumaður.

Áhugavert verður að fylgjast með hvort Kaelon takist að vinna sér inn byrjunarliðssæti í sterku liði Þórsara sem stefnir upp úr Inkasso-deildinni næsta sumar.


Athugasemdir