Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   þri 10. desember 2024 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho um Man City: Eina sem ég vil er réttlæti
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Portúgalski þjálfarinn Jose Mourinho segir ekki anda köldu á milli hans og Pep Guardiola, en hann talaði enn og aftur um spænska þjálfarann og Manchester City á blaðamannafundi í dag.

Allt hófst þetta á ummælum Guardiola þar sem hann sagðist hafa unnið ensku úrvalsdeildina sex sinnum á meðan Mourinho vann keppnina aðeins þrisvar sinnum.

Mourinho var fljótur að skjóta til baka og sagðist hafa unnið titlana sanngjarnt án þess að vera með 150 kærur á bakinu, en þar vísaði hann á 115 ákærur ensku úrvalsdeildarinnar á hendur Man City, en félagið er ásakað um að hafa framkvæmt alvarleg brot á fjárhagsreglum deildarinnar.

Þegar Mourinho ræddi við blaðamann í dag tók hann það sérstaklega fram að hann og Guardiola væru miklir vinir, en að hann hafi sterka réttlætiskennd þegar það kemur að fótbolta.

„Varðandi þetta með Pep vil ég segja eitt og það er að við unnum saman í þrjú ár. Ég var aðstoðarþjálfari og hann var leikmaður.“

„Ég er mjög hrifinn af honum og hann veit af því. Honum líkar vel við mig og ég veit það líka, þannig það eru engin vandamál á milli okkar. Orð eru eitt og djúpar tilfinningar er annað.“

„Það er ekki rétt að ég vilji sjá Man City fellt niður um deild. Ég vil hins vegar réttlæti og margoft hef ég séð smærri félögum refsað með því að fara fimm eða tíu evrur yfir fjárhagsáætlun og reglur FFP.“

„Sem dæmi þá þjáðist ég á þeim þremur árum sem ég var hjá Roma þar sem ég þurfti að glíma við miklar takmarkanir. Þannig mér finnst ekki sanngjarnt að stóru hákarlarnir og þegar ég tala um stóra hákarla þá meina ég fjárhagslega sterka hákarla sem finna alltaf leiðir til að skauta framhjá reglunum.“

„Ég er bara mikill fótboltaáhangandi, maður sem elskar fótbolta og þetta er meira en það því ég er mjög ástríðufullur. Ég vil réttlæti í fótbolta, en annars meina ég ekkert illt,“
sagði Mourinho um málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner