Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 11. janúar 2025 17:31
Ívan Guðjón Baldursson
Ármann Ingi snýr aftur í Grindavík (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Grindavík
Ármann Ingi Finnbogason mun leika aftur með Grindavík í ár eftir að félagið tryggði sér leikmanninn á lánssamningi frá ÍA.

Ármann Ingi er tvítugur kantmaður sem stóð sig mjög vel á láni hjá Grindavík seinni hluta síðasta tímabils, eftir að hafa tekið þátt í 8 leikjum með ÍA í Bestu deildinni fyrri hluta sumars.

Ármann er kantmaður og hefur Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindvíkinga miklar mætur á honum.

Grindavík leikur í Lengjudeildinni komandi sumar og er Ármann Ingi þriðji leikmaðurinn sem liðið fær á láni frá ÍA í vetur.
Athugasemdir
banner